fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí

Pressan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 06:48

Frá Amazon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. maí hrapaði lítil flugvél í Amazonskóginum í Kólumbíu. Fjögur börn, 11 mánaða, 4 ára, 9 ára og 13 ára, lifðu hrapið af og hefur verið leitað síðan. Yfirvöld telja að börnin séu á lífi.

Kólumbíski herinn skýrði frá þessu. Hann hefur leitað að börnum vikum saman og hefur meðal annars kastað dreifimiðum niður í skóginn auk matarpakka.

Flugmaðurinn og móðir barnanna létust í flugslysinu. Flugmaðurinn var leiðtogi frumbyggja og börnin og móðir þeirra eru einnig af ættum frumbyggja.

Flugherinn telur að börnin hafi ráfað um skóginn síðan flugslysið átti sér stað.

Gervihnattarmyndir sýna í hvaða átt þau hafa gengið og leitarfólk hefur fundið ýmsar eigur þeirra auk skýlis sem var byggt úr trjágreinum. Í síðustu viku fundu þeir skó og bleiu.

„Út frá þeim sönnunargögnum sem við höfum fundið, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að börnin séu á lífi,“ sagði Pedro Sanchez, hershöfðingi, sem stýrir leitinni.

„Ef þau væru dáin væri auðvelt að finna þau, því þau myndu liggja kyrr og hundarnir myndu finna þau,“ bætti hann við.

Leitarsvæðið er um 320 ferkílómetrar og eru um 200 hermenn við leit auk frumbyggja sem þekkja vel til skógarins. Flugherinn hefur kastað um 10.000 dreifimiðum, bæði á spænsku og tungumáli barnanna, niður auk matarpakka. Á miðunum stendur að börnin eigi að vera rólega og halda kyrru fyrir. Auk þess eru ýmis góð ráð á þeim um hvernig er hægt að lifa dvölina í frumskóginum af.

Sanchez sagði að leitarmenn telji að börnin séu í innan við 100 metra radíus frá þeim en slæmt veður, þykkur gróður og mýrlendi gerir leitarmönnum erfitt fyrir við að komast til þeirra.

Fjölskylda barnanna segir að elsta barnið þekki skóginn vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa