fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Krókódílabóndi tættur í sundur eftir að hann datt ofan í krókódílagryfju

Pressan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega datt Luan Nam, 72 ára krókódílabóndi, ofan í krókódílagryfju þegar hann var að reyna að ná einum krókódíl út úr búri. Dýrið beit í prikið, sem hann notaði, og dró hann ofan í gryfjuna. Um 40 krókódílar réðust á hann og bitu og átu hluta af líkama hans.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta hafi átt sér stað nærri Siem Reap í Kambódíu.

Mey Savry, lögreglustjóri, sagði að krókódílarnir hafi bitið annan handlegginn af Nam og að búkur hans hafi verið þakinn bitförum.

Nam var formaður samtaka krókódílabænda á svæðinu.

Fjölskylda hans er sögð hafa hvatt hann til þess árum saman að hætta ræktun krókódíla. Þeir eru ræktaðir vegna eggja þeirra, húðar og kjöts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum