fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Embættismaður lét dæla úr miðlunarlóni eftir að hann missti símann sinn í það

Pressan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þremur dögum var milljónum lítra af vatni dælt úr miðlunarlóni við Kherkatta stífluna í Chattisgarh á Indlandi eftir að Rajesh Vishwas, matvælaeftirlitsmaður, missti Samsung símann sinn í lónið. Hann sagði að síminn innihéldi viðkvæm opinber gögn og því yrði að tæma lónið til að hægt væri að finna hann.

Vishwas hefur nú verið vikið frá störfum, tímabundið til að byrja með, vegna málsins. The Guardian segir að staðarfjölmiðill hafi haft eftir Vishwas að hann hefði haft samband við annan embættismann til að fá leyfi til að dæla „einhverju af vatni“ út í nærliggjandi skurð. Þegar upp var staðið var rúmlega tveimur milljónum lítra af vatni dælt úr miðlunarlóninu. Þetta magn dugir til vökvunar á 600 hekturum lands.

Vishwas sagði einnig að embættismaðurinn hafi sagt að það væri ekki ekki slæmt ef slatta af vatni væri dælt úr lóninu, það myndi raunar koma sér vel fyrir bændur sem myndu fá meira vatn.

Dísildælur væru notaðar til að dæla vatni úr lóninu og kafarar voru fengnir til að leita að símanum. Hann fannst eftir nokkurra daga leit en var ónýtur eftir að hafa legið í vatninu.

Indland er eitt þeirra ríkja heims sem glímir við vatnsskort. Þar býr 18% mannkyns en aðeins 4% af vatnsmagni heimsins er þar að mati Alþjóðabankans.

Nýliðinn mars var sá heitasti á Indlandi síðan skráningar hófust fyrir 122 árum. Miklir hitar í landinu hafa valdið miklum þjáningum, þar á meðal dauða fólks, uppskerubresti, gróðureldum, skorti á rafmagni og vatnsskorti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum