fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Pressan

Hneykslismál skekur Þýskaland – Læknir lét ræstitækni aðstoða sig við aflimun

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 06:45

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir, sem starfaði í borginni Mainz í Þýskalandi, var rekinn úr starfi í síðustu viku. Ástæðan er að hann fékk ræstitækni, konu, til að aðstoða við aflimun.

Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta hafi átt sér stað í október 2020 en það hafi ekki verið fyrr en í síðustu viku sem lækninum var endanlega vikið úr starfi hjá Háskólasjúkrahúsinu í Mainz.

Norbert Pfeiffer, formaður stjórnar sjúkrahússins, sagði í samtali við Bild að þetta hafi aldrei átt að gerast. Læknirinn hafi gerst sekur um mistök.

Konan var við hefðbundin störf sín á sjúkrahúsinu þegar hún var beðin um að halda fótlegg sjúklings föstum vegna þess hversu órólegur hann var. Taka átti tá af honum. Kona var einnig beðin um að rétta lækninum bómullarpinna.

Hún hafði hvorki hlotið tæknilega þjálfun varðandi læknisaðgerðir né þjálfun varðandi það hreinlæti sem þarf að viðhafa á skurðstofum þegar læknirinn kallaði hana inn á skurðstofuna.

Sjúklingurinn slapp óskaddaður frá þessu.

Aðgerð af þessu tagi flokkast sem rútínuaðgerð og því er það oft aðeins skurðlæknirinn sem er til staðar á skurðstofunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmræn fjölskyldusaga eins versta forseta Bandaríkjanna

Harmræn fjölskyldusaga eins versta forseta Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hafði leigt sömu íbúðina í 23 ár – Þá hringdi leigusalinn í hana með ótrúleg tíðindi

Hún hafði leigt sömu íbúðina í 23 ár – Þá hringdi leigusalinn í hana með ótrúleg tíðindi