fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Hetjudáð 13 ára drengs – Bjargaði systur sinni úr klóm mannræningja

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Owen Burns, 13 ára, hafi sýnt mikið hugrekki og unnið mikla hetjudáð þegar hann bjargaði 8 ára systur sinni úr höndum mannræningja.

Owen, sem býr með fjölskyldu sinni í Alpena Township í Michigan í Bandaríkjunum, var heima hjá sér þann 10. maí og var að spila tölvuleik þegar hann heyrði systur sína öskra tvisvar. Hann setti tölvuleikinn á pásu og fór og kíkti út um gluggann og sá ókunnugan mann vera að reyna að draga systur hans á brott.

„Ég var að tapa mér,“ sagði Owen í samtali við CNN á föstudaginn. Hann náði í teygjubyssuna sína, marmarakúlu og stein og opnaði gluggann. Hann setti bæði marmarakúluna og steininn í teygjubyssuna, miðaði og skaut á árásarmanninn.

Hann hæfði hann í höfuðið og bringuna og náði systir hans þá að rífa sig laus og hlaupa inn í húsið að sögn lögreglunnar.  Árásarmaðurinn flúði inn í nærliggjandi skóg. Lögreglan handtók hann síðan á bensínstöð í nágrenninu en þar reyndi hann að leynast. Hann var með áverka sem pössuðu við að hafa orðið fyrir marmarakúlu og steini úr teygjubyssunni góðu.

Árásarmaðurinn er 17 ára. Hann á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til mannráns og fleiri brot. Lögreglan segir að hann hafi játað að hafa ætlað að lemja systur Owen illilega.

„Ég var bara heppinn, hann er stórt skotmark af því að hann er ekki eins og Pepsidós,“ sagði Owen í samtali við WWTV-WWUP og vísaði þar til þess að gosdósir eru oft notaðar þegar fólk æfir sig að skjóta með teygjubyssum.

Talsmaður lögreglunnar hrósaði skjótri hugsun Owen í hástert sem og nákvæmni hans þegar hann skaut úr teygjubyssunni. Hann hafi að lágmarki komið í veg fyrir að eitthvað mjög slæmt kæmi fyrir systur hans og hugsanlega hafi hann bjargað lífi hennar.

Nágrannar fjölskyldunnar hafa hrósað honum í hástert fyrir viðbrögðin og hafa ausið gjöfum yfir hann. „Ég fæ fullt af peningum að ástæðulausu. Ég er þakklátur fyrir þetta allt en þið þurfið ekki að gefa mér allar þessar gjafir að ástæðulausu. Ég veit að ég gerði eitthvað rétt, en það er bara ég,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri