fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Bestu myndirnar sem hafa verið teknar af Deimos birtar

Pressan
Sunnudaginn 21. maí 2023 07:30

Deimos og Mars. Mynd:Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna birti nýlega nýjar myndir af Deimos, sem er tungl á braut um Mars. Þetta eru bestu myndirnar sem teknar hafa verið af Deimos til þessa.

Geimfar geimferðastofnunarinnar flaug fram hjá Deimos í aðeins 100 km hæð. Í þessum ferðum náði það meðal annars myndum af svæðum á fjarhlið tunglsins sem hafa aldrei verið mynduð í svo góðri upplausn áður.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA lýsir Deimos sem „litlu og úfnu“. Það tekur það 30 klukkustundir að fara einn hring um Mars. Það er aðeins um 15 km í þvermál.

Deimos. Mynd:Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna

 

 

 

 

 

Geimfarið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum er á braut um Mars til að rannsaka plánetuna.

Deimos og Phobos eru tunglin sem eru á braut um Mars. Phobos er töluvert stærra. Vísindamenn vita lítið um þau en vonast til að nýju ljósmyndirnar og fleiri gögn, sem geimfarið aflaði, muni auka þekkingu okkar á tunglunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa