fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

75.000 demantar hafa fundist í bandarískum þjóðgarði

Pressan
Föstudaginn 24. mars 2023 20:29

Engin smásmíði þessi. Mynd:Gem Diamonds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Crater of Diamonds State Park í Arkansas í Bandaríkjunum leynist fjársjóður. Demantar. Daglega finna gestir þjóðgarðsins verðmæta demanta.

Það getur því borgað sig að heimsækja þjóðgarðinn en auðvitað er engin trygging fyrir því að allir finni demant þar.

Nafn þjóðgarðsins er sótt til demantanna.

BBC segir að David Andersen, sem býr í Tennessee, leggi oft leið sína í þjóðgarðinn þó hann sé um 600 km frá heimahögum hans. Þetta hafa reynst ferðir til fjár því hann hefur fundið 400 demanta til þessa. Nú síðast fann hann brúnan demant, 3,29 karöt, sem hann hefur nefnt Bud.

„Þetta er skammstöfun fyrir „big ugly diamond“ (stór, ljótur demantur, innsk. blaðamanns), sagði hann í samtali við BBC.

Frá 1906 er talið að um 75.000 demantar hafi fundist í garðinum.

Finnendurnir mega eiga það sem þeir finna og það er meira að segja hægt að leigja verkfæri, til að grafa eftir þeim, hjá þjóðgarðinum. Einnig er boðið upp á aðstoð við að greina það sem gestirnir finna.

Eina undantekningin um eignarhald á demöntunum var gerð þegar demantur upp á 40,23 karöt fannst. Þetta er stærsti demanturinn sem fundist hefur í Bandaríkjunum. Hann er nú á þjóðminjasafninu í Washington D.C.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída