fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

Fékk leigumorðingja til að drepa eiginkonuna – Síðan rann ógnvekjandi sannleikurinn upp fyrir honum

Pressan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 05:13

Massimo Marenghi. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 2021 ákvað Massimo Marenghi, 56 ára Massachussettsbúi, að tími væri kominn til að losna við eiginkonu sína. Hann réði því leigumorðingja til starfa og átti hann að ryðja henni úr vegi.

Á fundi, sem hann átti með leigumorðingjanum í janúar 2021, kvartaði hann undan því að eiginkonan hefði fengið sett nálgunarbann á hann.

En það sem hann vissi ekki, var að leigumorðinginn var enginn leigumorðingi heldur útsendari alríkislögreglunnar FBI.

New York Post skýrir frá þessu og segir að Marenghi hafi fundað með lögreglumanninum og beðið um aðstoð hans við að losna við eiginkonuna. Ræddu þeir meðal annars um þóknunina fyrir þetta og átti hún að vera 10.000 dollarar.

Hann lét lögreglumanninn fá ljósmynd af eiginkonunni og útskýrði fyrir honum í smáatriðum hvernig hann gæti komist hjá því að lenda í sjónsviði eftirlitsmyndavéla þegar hann léti til skara skríða.

Á öðrum fundi þeirra greiddi hann lögreglumanninum 1.500 dollara í fyrirframgreiðslu fyrir morðið og bað hann um að ljúka verkinu sem fyrst.

Marenghi var nýlega fundinn sekur um að hafa ætlað að láta ráða eiginkonu sína af dögum. Hann á allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á 250.000 dollara. Refsing hans verður ákveðin í byrjun júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi