fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Hreinsaði nefið undir rennandi vatni úr krananum – Það hafði afdrifaríkar afleiðingar

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. febrúar lést karlmaður frá Charlotte County í Flórída af völdum hinnar banvænu amöbu Naegleria fowleri.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, segir líklegt að maðurinn hafi fengið amöbuna þegar hann skolaði nefholur sínar undir rennandi vatni úr krananum.

Unilad skýrir frá þessu og segir að CDC hafi borist tilkynning um andlát mannsins þremur dögum eftir það.  Maðurinn er sagður hafa skolað nefholur sínar daglega með ósoðnu kranavatni. Er talið að þaðan hafi amaban borist í hann.

Í tilkynningu frá CDC segir að stofnunin aðstoði heilbrigðismálaráðuneyti Flórída við rannsókn málsins. Þetta sé fyrst staðfesti tilfelli Naegleria fowleri sýkingar í Bandaríkjunum á þessu ári og það fyrsta sem tilkynnt hefur verið um að vetrarlagi.

Nokkrir deyja árlega af völdum Naegleria fowleri í Bandaríkjunum. Flestir eftir að hafa synt í vötnum og ám.

Af þeim sem smitast látast 97%. Flestir hafa látist í Flórída, frá því að skráning hófst 1962, eða 37 í heildina.

CDC segir að mjög sjaldgæft sé að fólk smitist af kranavatni og ráðleggur fólki að nota soðið eða eimað vatn sem búið er að kæla.

Amöburnar vinna hratt og éta heilavefinn og verða fólki þannig að bana. Helstu einkennin eru höfuðverkur, uppköst og ógleði. Síðan taka við stífir liðir, krampar og vitræn vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings