fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Rúmlega 100 handtekin í Íran eftir að eitrað var fyrir skólastúlkum

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 07:00

Írönskum konum er gert að hylja hár sitt á almannafæri. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írönsk yfirvöld segja að rúmlega 100 hafi verið handtekin í tengslum við rannsókn á eitrunarmáli. Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir mörg hundruð skólastúlkum víða um landið.

Íranska ríkisfréttastofan IRNA segir að samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu hafi fólk verið handtekið og yfirheyrt vegna málsins og hafi þetta átt sér stað í mörgum borgum, þar á meðal höfuðborginni Teheran.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmiðið með því að eitra fyrir stúlkunum hafi verið að koma í veg fyrir að kennsla færi fram í skólum þeirra. Segir einnig að til þessa hafi verið notuð skaðlaus en lyktarmikil efni.

Margar fréttir hafa borist af veikindum skólastúlkna á síðustu mánuðum og hefur það orðið til þess að margar stúlkur þora ekki að mæta í skólann.

Íranskir stjórnmálamenn hafa sagt að hugsanlega hafi íslamskir harðlínumenn verið að verki en aðgerðasinnar telja eitranirnar tengist frekar mótmælum, sem hófust í september í kjölfar dauða Mahsa Ami. Margar skólastúlkur hafa tekið virkan þátt í mótmælunum, hafa tekið höfuðslæður sínar niður og eyðilagt myndir af æðsta klerki landsins, Ayatollah Ali Khamenei, og óskað honum dauða.

Hafa írönsk stjórnvöld verið sökuð um að standa á bak við eitranirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings