fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Er ósáttur við deyjandi eiginkonu sína eftir að hann heyrði hinstu ósk hennar

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 05:16

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem er í vafa um hvort hann geti uppfyllt hinstu ósk deyjandi eiginkonu sinnar, ákvað nýlega að deila sögu sinni á samfélagsmiðlinum Reddit.

Nú er búið að eyða innleggi hans að sögn Mirror sem segir að í færslunni hafi hann skrifað að eiginkona hans hefði greinst með banvænan sjúkdóm.

Hann vilji eðlilega gera allt sem í hans valdi stendur til að styðja hana á þeim fáu mánuðum sem hún á eftir ólifaða. Þar á meðal vilji hann gera allt sem í hans valdi standi til að uppfylla þær óskir sem hún setur fram.

En tvær grímur runnu á hann þegar hún sagði honum að hinsta ósk hennar væri að fá að sofa hjá fyrrum unnusta sínum. Hann sagðist hafa reiðst mjög við þetta og þar sem hann hefði engan til að tala við um þetta hafi hann ákveðið að leita á náðir Internetsins til að fá ráð.

Í byrjun færslu sinnar skrifaði hann að eiginkona hans hefði fengið að vita að hún ætti í mesta lagi níu mánuði ólifaða. „Ég er auðvitað niðurbrotinn. Við höfðum verið saman í áratug. Ég man ekki eftir lífi án hennar og ég veit ekki hvað ég á að gera þegar hún er dáin,“ skrifaði hann.

Hann sagði einnig að hann skilji ekki þessa hinstu ósk hennar og sé mjög efins um að hann vilji leyfa henni að gera þetta.

„Nýlega settist hún niður með mér og sagði mér að eitt af því síðasta sem hana langi að gera sé að sofa hjá fyrrum unnusta sínum. Mér brá auðvitað og spurði af hverju í fjandanum hún vildi það,“ skrifaði hann.

„Innst inni telur hún að hann hafi verið langbesti elskhugi hennar, bæði hvað varðar líkamlega færni og hæfileikans til að fullnægja henni. Hún flutti einræðu um að stundum væri þetta bara spurning um líkamlega fullnægingu og hversu tilfinningalega fullnægjandi það sé með mér, en það er bara bull,“ skrifaði hann og bætti við:

„Nú stend ég eftir með þennan vanda: Að neita deyjandi eiginkonu minni um að uppfylla ósk hennar vegna sjálfselsku minnar eða leyfa henni að sofa hjá öðrum manni sem hún segir vera betri í rúminu en ég. Í hreinskilni sagt, ég er svo reiður og finnst ég svo svikinn eftir að hún bað mig um þetta. Mér finnst að ég hafi verið settur í stöðu þar sem ég neyðist til að segja já, af því að hún er að deyja.“

Skoðanir voru skiptar í athugasemdakerfinu um hvernig hann ætti að bregðast við þessu en flestir töldu að sú staðreynd að konan eigi skammt eftir ólifað, veiti henni ekki rétt til að fara fram á þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni