fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Tvífaramorðið – Er grunuð um að hafa myrt tvífara sinn til að sviðsetja eigin dauða

Pressan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 06:48

Shahraban, t.v. og Khadidja O.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar blóði þakið lík ungrar konu fannst í Mercedes bifreið í Ingolstadt í suðurhluta Þýskalands í ágúst á síðasta ári voru borin kennsl á líkið og það sagt vera af Sharaban K., 23 ára snyrtifræðingi af íröskum ættum. Hún var búsett í Munchen.

Ættingjar hennar báru kennsl á líkið og staðfestu að þetta væri lík hennar. En þegar krufning fór fram næsta dag vöknuðu spurningar um af hvaða konu líkið væri. Að lokum kom í ljós að líkið var af Khadidja O., sem var af alsírskum ættum. Hún var 23 ára og búsett í Heilbronn og hafði meðal annars lifibrauð sitt af að blogga um húð og fegurð.

Báðar konurnar voru með sítt svart hár, svipaðar í útliti og með mikinn andlitsfarða. Þær voru því nauðalíkar að sögn lögreglunnar.

The Guardian segir að lögreglan hafi nefnt málið „tvífaramorðið“. Sharaban K. hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. ágúst ásamt 23 ára manni frá Kósovo. Hann heitir Sheqir K. Lögreglan skýrði ekki frá ástæðu morðsins fyrr en nú í vikunni.

Veronika Grieser, saksóknari í Ingolstadt, sagði á mánudaginn að rannsókn lögreglunnar hafi leitt hana að þeirri niðurstöðu að hin handteknu hafi viljað fara í felur vegna fjölskyldudeilna. Hafi Sharaban K. viljað sviðsetja eigin dauða til að geta farið huldu höfði.

Lögreglan segir að Sharaban K. hafi sett sig í samband við nokkrar konur, sem líkjast henni, vikuna áður en Khadidja O var myrt. Hafi Sharaban notast við ýmsa aðganga á samfélagsmiðlum og reynt að fá konurnar til að hitta sig en þær hafi ekki fallist á það.

En Khadidja O. féllst á að hitta hana. Sheqir K. og Sharaban K. eru sögð hafa sótt hana heim til hennar. Þau óku síðan með hana út í skóglendi á milli Ingolstadt og Heilbronn þar sem þau stungu hana til bana. Hún var stungin rúmlega 50 sinnum og var andlit hennar mjög illa leikið eftir ofbeldið.

Skötuhjúin eiga ævilangt fangelsi yfir höfði sér ef þau verða sakfelld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi