fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þekktur leikari ákærður fyrir fíkniefnabrot

Pressan
Fimmtudaginn 28. desember 2023 16:30

Kannabisplöntur í rætkun. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að þekktur sænskur leikari hafi verið ákærður fyrir fíkniefnabrot. Þeir geta hins vegar ekki nafngreint hann af lagalegum ástæðum.

Í umfjöllun Aftonbladet  kemur fram að leikarinn hafi verið staddur á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi, í október síðastliðnum, og verið á leiðinni til Amsterdam þegar hann var handtekinn en hann reyndist vera með kannabis í bakpokanum sínum.

Leikarinn hefur nú verið ákærður fyrir minniháttar fíkiniefnabrot en hann var með 2,43 grömm af kannabis í bakpokanum.

Hann viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa verið með fíkniefni á sér en segist ekki vita hvernig kannabisið endaði í bakpokanum hans. Hann segist hafa lánað vinum sínum bakpokann en kveðst ekki muna hvaða vinir það voru.

Leikarinn segist ekki nota kannabis eða önnur ólögleg fíkniefni.

Aftonbladet segir að leikarinn hafi átt blómlegan feril og hafi leikið í mörgum þekktum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það kemur ekki fram hvort leikarinn hafi starfað mikið erlendis.

Minniháttar fíkniefnamálum eins og þessum, í Svíþjóð, er mögulegt að ljúka án réttarhalda ef viðkomandi játar brot sitt. Geri sá ákærði það fær hann annaðhvort sekt eða skilorðsbundinn dóm.

Samkvæmt upplýsingum Aftonbladet hefur leikarinn tjáð yfirvöldum að hann muni samþykkja þá refsingu sem hann fær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?