fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Einkenni d-vítamínskorts og hvers vegna þú ættir að passa upp á gildin

Pressan
Laugardaginn 16. desember 2023 14:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skammdegið getur lagst þungt á okkur Íslendinga, þó að vissulega geti það verið kósí. Staðreyndin er þó sú að þegar sólarstundirnar eru fáar þá höfum við ekki færi á að næla okkur í nægilega mikið af D-vítamíni.

D-vítamínskortur er algengur vandi hjá þeim þjóðum sem búa langt frá miðbaug. Til dæmis hér á landi, í Bretlandi og víðar. Við getum reynt að vinna gegn þessu með því að fá d-vítamín úr fæðunni, svo sem með því að borða fituríkan fisk á borð við lax, síld og makríl, en svo getum við líka tekið inn bætiefni.

Norrænar næringaraðleggingar mæla með 15 µg á dag fyrir alla 70 ára og yngri. eða um 600 AE. Þessir skammtar miðast við að viðhalda fullnægjandi styrk D-vítamíns í blóði, en ekki við að leiðrétt skort. Eintaklingar sem glíma við skort þurfa því að taka stærri skammta þar til fullnægjandi styrk í blóði er náð. Matvælaöryggistofnun Evrópu ráðleggur fullorðnu fólki að taka þó ekki meira en 100 µg á dag, eða 4000 AE. Skammta umfram það ætti enginn að taka án samráðs við lækni.

Kostir þess að passa upp á d-vítamínið okkar

Það hefur ýmsa kosti að huga að D-vítamíni. Vítamínið er mikilvægt fyrir heilsu beinanna okkar þar sem það tengist náið úrvinnslu kalsíum og fosfat. Þessi steinefni halda beinunum okkar góðum, en þurfa d-vítamín til að sinna vinnu sinni.

Kostirnir eru þó fleiri. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl D-vítamínskorts og aukinnar hættu á smitsjúkdómum á borð við flensuna og Covid. D-vítamín styrkir ónæmiskerfið og getur hjálpað okkur að verjast tilteknum sýkingum.

Eins er talið að D-vítamín geti dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Áströlsk rannsókn sem skoðaði úrtak af 21 þúsund einstaklingum á aldrinum 60-84 bendi til þess að þeir sem tóku 2.000 AE einingar af D-vítamíni á dag í fimm ár voru ólíklegri til að fá alvarlega æðasjúkdóma á borð við hjartaáfall og heilablóðfall.

D-vítamín er eins talið hafa áhrif á andlegu heilsunni okkar. Fólk með þunglyndi og D-vítamínskort getur notið góðs af bætiefnum og eins hafa rannsóknir sýnt fram á að lág gildi d-vítamín geti verið áhættuþáttur hvað varðar vefjagigt, kvíða og depurð.

D-vítamín gæti einnig hjálpað fólki að léttast. Ein rannsókn sýndi fólk í ofþyngd sem fékk d-vítamín átti auðveldara með að léttast heldur en hópur sem fékk lyfleysu. Eldri rannsókn sýndi að fólk sem tók bæði inn kalsíum og D-vítamín léttist meira en þeir sem tóku lyfleysu, en niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til þess að samsetning bætiefnanna dragi úr matarlyst.

Einkenni d-vítamínskorts

Einkenni d-vítamínskorts geta verið mörg. Helstu einkennin eru:

  • Þreyta, verkir og óþægindi.
  • Brothættari bein, vöðvaverkir eða máttarminnkun.
  • Álagsmeiðsl á beinum, þá sérstaklega lífbeini, fótum og mjöðmum.
  • náladofi í höndum og fótum.
  • vöðvakippir eða skjálfti
  • vöðvakrampi
  • aflögun liða
  • depurð
  • hárlos
  • svefntruflanir
  • minnkuð matarlyst
  • móttækilegri fyrir smitsóttum
  • föl húð

Hvað gerist ef við tökum of mikið?

Þetta þýðir þó ekki að fólk geti bara stokkið í næsta apótek og tæmt úr heilu bætiefnaglasi tli að öðlast bót sinna meina. Það er nefnilega ekki heldur gott að vera með of há gildi af d-vítamíni. Það er hægt að fá d-vítamíneitrun sem getur valdið:

  • hjartsláttartruflunum
  • kölkun æða
  • lystarstol
  • ógleði
  • tíðari þvaglát
  • nýrnabilun
  • nýrnasteinar
  • kalkvakaóhóf en einkenni þess eru m.a.:
    • óþægindi frá meltingarvegi á borð við hægðatregðu, ógleði, uppköst og kviðverki.
    • Þreyta, svimi, ofskynjanir og rugl
    • nýrnasteinar og nýrnabilun
    • hár blóðþrýstingur og hjartsláttarflökt
    • ofþornun
  • niðurgangur
  • geðrof.

Það er því gott að huga að D-vítamíninu sínu. Best er að láta kanna stöðuna með blóðprufu á heilbrigðisstofnun, en fyrir þá sem grunar að þeir glími við skort þá er nú í mörgum apótekum hægt að kaupa heimapróf sem geta gefið vísbendingu um stöðuna, þó svo að slík próf komi ekki í stað formlegrar blóðprufu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali