
Skammdegið getur lagst þungt á okkur Íslendinga, þó að vissulega geti það verið kósí. Staðreyndin er þó sú að þegar sólarstundirnar eru fáar þá höfum við ekki færi á að næla okkur í nægilega mikið af D-vítamíni.
D-vítamínskortur er algengur vandi hjá þeim þjóðum sem búa langt frá miðbaug. Til dæmis hér á landi, í Bretlandi og víðar. Við getum reynt að vinna gegn þessu með því að fá d-vítamín úr fæðunni, svo sem með því að borða fituríkan fisk á borð við lax, síld og makríl, en svo getum við líka tekið inn bætiefni.
Norrænar næringaraðleggingar mæla með 15 µg á dag fyrir alla 70 ára og yngri. eða um 600 AE. Þessir skammtar miðast við að viðhalda fullnægjandi styrk D-vítamíns í blóði, en ekki við að leiðrétt skort. Eintaklingar sem glíma við skort þurfa því að taka stærri skammta þar til fullnægjandi styrk í blóði er náð. Matvælaöryggistofnun Evrópu ráðleggur fullorðnu fólki að taka þó ekki meira en 100 µg á dag, eða 4000 AE. Skammta umfram það ætti enginn að taka án samráðs við lækni.
Það hefur ýmsa kosti að huga að D-vítamíni. Vítamínið er mikilvægt fyrir heilsu beinanna okkar þar sem það tengist náið úrvinnslu kalsíum og fosfat. Þessi steinefni halda beinunum okkar góðum, en þurfa d-vítamín til að sinna vinnu sinni.
Kostirnir eru þó fleiri. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl D-vítamínskorts og aukinnar hættu á smitsjúkdómum á borð við flensuna og Covid. D-vítamín styrkir ónæmiskerfið og getur hjálpað okkur að verjast tilteknum sýkingum.
Eins er talið að D-vítamín geti dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Áströlsk rannsókn sem skoðaði úrtak af 21 þúsund einstaklingum á aldrinum 60-84 bendi til þess að þeir sem tóku 2.000 AE einingar af D-vítamíni á dag í fimm ár voru ólíklegri til að fá alvarlega æðasjúkdóma á borð við hjartaáfall og heilablóðfall.
D-vítamín er eins talið hafa áhrif á andlegu heilsunni okkar. Fólk með þunglyndi og D-vítamínskort getur notið góðs af bætiefnum og eins hafa rannsóknir sýnt fram á að lág gildi d-vítamín geti verið áhættuþáttur hvað varðar vefjagigt, kvíða og depurð.
D-vítamín gæti einnig hjálpað fólki að léttast. Ein rannsókn sýndi fólk í ofþyngd sem fékk d-vítamín átti auðveldara með að léttast heldur en hópur sem fékk lyfleysu. Eldri rannsókn sýndi að fólk sem tók bæði inn kalsíum og D-vítamín léttist meira en þeir sem tóku lyfleysu, en niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til þess að samsetning bætiefnanna dragi úr matarlyst.
Einkenni d-vítamínskorts geta verið mörg. Helstu einkennin eru:
Þetta þýðir þó ekki að fólk geti bara stokkið í næsta apótek og tæmt úr heilu bætiefnaglasi tli að öðlast bót sinna meina. Það er nefnilega ekki heldur gott að vera með of há gildi af d-vítamíni. Það er hægt að fá d-vítamíneitrun sem getur valdið:
Það er því gott að huga að D-vítamíninu sínu. Best er að láta kanna stöðuna með blóðprufu á heilbrigðisstofnun, en fyrir þá sem grunar að þeir glími við skort þá er nú í mörgum apótekum hægt að kaupa heimapróf sem geta gefið vísbendingu um stöðuna, þó svo að slík próf komi ekki í stað formlegrar blóðprufu.