
En það hefði verið hægt að koma í veg fyrir helming þessara dauðsfalla ef ráðleggingar lækna um viðmiðunarmörk loftmengunar hefðu verið virt segir EEA. The Guardian skýrir frá þessu.
Virginijus Sinkevicius, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn ESB, sagði að tölurnar frá EEA séu áminning um að loftmengun sé enn stærsta umhverfisvandamálið í ESB.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO herti leiðbeiningar sínar varðandi loftmengun árið 2021 og segir að ekkert stig loftmengunar geti talist „öruggt“ en samt sem áður hefur stofnunin sett efri mörk loftmengunar.
Í september samþykkti Evrópuþingið að fylgja leiðbeiningum WHO en þó ekki fyrr en frá 2045.