fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ósáttir við jólatréð frá Norðmönnum – „Hvar er hinn helmingurinn?“

Pressan
Mánudaginn 4. desember 2023 13:11

Jólatréð í Noregi og svo í London. Mynd: Skjáskot Mail Online.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmenn leggja það í vana sinn að gefa vinaborgum jólatré eins og Reykvíkingar og nærsveitungar þekkja vel.

Íbúar Lundúna hafa einnig notið góðs af þessari velvild Norðmanna á ári hverju frá árinu 1947, en flutningar yfir hafið virðast hafa farið eitthvað illa með jólatréð í ár.

Tréð var fellt í nóvember síðastliðnum skammt norður af Osló og nú er búið að setja það upp á Trafalgar-torgi sem er vinsælt meðal ferðamanna. Ljósin verða svo tendruð næstkomandi fimmtudag.

Netverjar voru fljótir að benda á að jólatréð liti ekkert sérstaklega vel út eftir flutninginn. „Þetta er bara hálft tré. Það er víst kreppa í Noregi líka,“ sagði einn. Annar spurði: „Hvar er hinn helmingurinn?“

Tréð sem Norðmenn gáfu í fyrra var einnig gagnrýnt af netverjum en það þótti ekkert sérstaklega tilkomumikið. „Norðmenn senda okkur jólatré á hverju ári sem þakklætisvott fyrir aðstoð okkar í seinni heimsstyrjöldinni. En ég er farinn að halda að Norðmönnum sé ekkert sérstaklega vel við okkur,“ sagði einn við það tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa