fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Telja að brot úr tunglinu sé á braut nærri jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 07:30

Tunglið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa fundið sannanir fyrir að loftsteinninn Kamo´oalewa hafi í raun brotnað af tunglinu okkar við öflugan árekstur þess og loftsteins.

Live Science skýrir frá þessu og segir að Kamo´oalewa sé á braut um jörðina og í apríl á hverju ári sé fjarlægð hans frá jörðinni um 14,4 milljónir kílómetra.

Hann uppgötvaðist 2016 og allar götur síðan hafa vísindamenn velt uppruna hans fyrir sér. Það kom þeim mjög á óvart 2021 þegar rannsókn leiddi í ljós að uppbygging hans er mjög svipuð uppbyggingu tunglsins.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Communications Earth & Environment, kemur fram að loftsteinninn gæti hafa brotnað af tunglinu við árekstur þess og loftsteins. Hafi Kamo´oalewa þá þeyst út í geiminn og endað á  braut um jörðina. Einnig kemur fram að ekki sé útilokað að fleiri brot úr tunglinu séu á ferð um sólkerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Í gær

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest