fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ung kona keypti dýrasta húsið á Norðurlöndunum

Pressan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 07:00

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vesturhluta Osló er dýrasta íbúðarhúsið á Norðurlöndunum öllum. Það er samanstendur af 790 fermetra aðalbyggingu og 130 fermetra húsi fyrir þjónustufólk. Nýlega keypti norski milljarðamæringurinn Katharina G. Andresen húsið. Hún er 28 ára.

Dagens Næringsliv segir að hún hafi greitt 590 milljónir norskra króna fyrir húsið en það svarar til um 7,5 milljarða íslenskra króna.

Húsið, sem stendur við sjóinn, er á Bygdø. Auk húsanna fylgir 30.000 fermetra lóð með í kaupunum.

Eignir Katharina eru taldar vera sem nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Fjölskylda hennar á fjölskylduveldið Ferd sem fjárfestir meðal annars í fasteignum, skuldabréfum og vogunarsjóðum.

Fyrirtækið var stofnað 1849 af Johan Henrik Andresen, langalangafa Katharina.

Katharina og systir hennar, Alexandra G. Andresen, hafa árum saman verið meðal ríkustu Norðmannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Í gær

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa