fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Bandarískur bær mun hugsanlega banna alla list á opinberum stöðum

Pressan
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 15:30

Félagsmiðstöð í Littleton-Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Littleton í New Hampshire ríki í Bandaríkjunum er nú til umræðu að banna að listaverk af hvers kyns tagi verði til sýnis á opinberum stöðum í bænum.

Slíkt bann myndi t.d. fela í sér að ekki mæti sýna myndlistarverk í almenningsgörðum og leikfélag bæjarins gæti ekki sett upp leiksýningar.

Stjórnmálaskoðanir bæjarbúa eru nokkuð skiptar en í forsetakosningunum 2020 fengu Donald Trump og Joe Biden nánast jafn mörg atkvæði í bænum.

Þessar skiptu skoðanir hafa hins vegar ýtt undir menningarátök.

Bæjarfulltrúi kvartaði á opnum fundi í sumar yfir veggmynd í bænum. Eftir þá kvörtun leitaði bæjarstjórinn, Jim Gleason, álits lögmanna bæjarins um hvort mögulegt væri að banna að listaverk væru sýnd á opinberum stöðum í bænum. Málið er enn til skoðunar hjá lögmönnunum en bæjarstjórinn segir vel mögulegt að banni af þessu tagi verði komið á.

Enginn formleg ástæða hefur verið nefnd af bæjaryfirvöldum fyrir þessum hugmyndum. Talið er þó að þær beinist sérstaklega að listaverkum sem vísa til hinsegin fólks.

Bæjaryfirvöld gætu mögulega sett reglur um sýningu listaverka á opinberum stöðum en ef það beinist sérstaklega að list um hinsegin fólk gæti það leitt til fjölda málsókna vegna mismununar.

Því væri erfitt að banna suma list en þá er sá möguleiki eftir að banna alla list.

Bæjarstjórnin mun taka ákvörðunina um  hvort af banninu verður.

Byrjaði með málverkum sem áttu að heiðra fjölbreytileikann

Veggmyndin sem kom þessu öllu af stað samanstóð raunar af nokkrum málverkum. Þar mátti meðal annars sjá hring í regnbogalitunum, tré og blóm en eitt verkanna bar titilinn Við tilheyrum (e. We Belong).

Þegar dagblað á svæðinu fjallaði um verkin vakti það miklar deilur.

Íhaldssamir bæjarfulltrúar voru afar ósáttir. Það á sérstaklega við um Carrie Gendraeu sem er kristinn repúblikani. Hún segist fylgja ritningunni í störfum sínum og hefur sagt samkynhneigð vera viðurstyggð.

Hún lítur á regnboga sem djöfullegt tákn.

Það var einmitt Gendreau sem kvartaði á opna fundinum yfir veggmyndinni. Hún er sögð höll undir boðskap Jonathan nokkurs Cahn sem hefur meðal annars sagt að réttindabarátta samkynhneiðgra hafi opnað leið til jarðar fyrir guði úr fornum heiðnum trúarbrögðum sem ætli sér að hefna sín á kristninni.

Leikfélagið varð fyrir hefnd

Leikfélag bæjarins hafði í hyggju að setja upp leikritið La Cage Aux Folles sem fjallar um samkynhneigt par sem þykist vera gagnkynhneigt.

Eftir að kona sem starfar í leikfélaginu hafði kvatt til þess á sama fundi og Carrie Gendraeu kvartaði yfir veggmyndinni að listinni yrði leyft að lifa í bænum var leiksýningin hins vegar komin í uppnám. Konan sagði einnig á fundinum að hún væri samkynhneigð og ekki andsetin af neinum djöflum.

Bærinn hefur hætt við að taka þátt í kostnaði við lagfæringar á húsi sem leikfélagið leigir af bænum og notar sem leikhús.

Leikfélaginu hefur einnig verið tilkynnt að leigusamningurinn verði líklega ekki endurnýjaður.

Til viðbótar vofir allsherjar listbannið yfir.

Bæjarstjórinn í bænum, Jim Gleason, er aðeins embættismaður og er því að framfylgja ákvörðunum kjörinna fulltrúa.

Sonur Gleason, sem var samkynhneigður, lést úr krabbameini fyrir sjö árum. Gleason greindi frá því á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að íbúi í bænum hefði farið fram á að hann myndi stöðva uppsetningu leikfélagsins á La Cage Aux Folles. Hann sagðist ekki geta það og minnti íbúann á að tjáningarfrelsi væri varið í bandarísku stjórnarskránni. Sagði íbúinn þá við Gleason:

„Ég vona að sonur þinn sé hamingjusamur í helvíti, með djöflinum, þar sem hann á heima.“

Gleason hvatti íbúa bæjarins til að sýna hver öðrum tillitssemi.

Hann sagði að honum hefði þótt vænt um son sinn og velti fyrir sér hvernig hann gæti haldið áfram í starfi sínu í ljósi atburða í bænum.

CBC greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður