fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Húðétandi sníkjudýr valda usla í Bandaríkjunum – einkennin minna á holdsveiki

Pressan
Sunnudaginn 22. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð aukning hefur orðið á tilfellum svokallaðrar Leishmaníusýki í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Um er að ræða sýkingu af völdum frumdýra sem komast í líkamann með sandflugum sem nærast á blóði manna og dýra.

Leishmaníusýki hefur einkum verið bundin við hitabeltislöndin en nú hefur bandaríska sóttvarnastofnunin, CDC, vakið athygli á málinu.

Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að Leishmaníusýkin sé orðin landlæg í Bandaríkjunum, einkum suðurríkjunum þar sem loftslag er tiltölulega milt allt árið. Flest tilfellin hafa komið upp í Texas og þá hafa einnig komið upp tilfelli í Arizona og Oklahoma.

Þó nokkur fjöldi fólks hefur greinst með sýkinguna þrátt fyrir að hafa ekki farið út fyrir landsteinana.

Fjallað er um Leishmaníusýki á Vísindavefnum en þar kemur fram að fimmtán tegundir frumdýrsins geti sýkt menn. Sýkingin er oftast bundin við húð en getur einnig lagst á slímhúðir og innri líffæri og er hún þá mun alvarlegri.

Bent er á að leishmaníusýki í húð sé algengasta sýkingin og eru einkenni hennar sárir blettir á húð sem koma fram nokkrum vikum eða mánuðum eftir bit sandflugu.

„Þessi sár gróa á mánuðum eða ári en skilja eftir sig ör. Þessi sýking getur dreift sér, en hvort það gerist fer eftir tegundinni sem sýkir. Sýkingin getur dreifst um húðina og valdið þar stórum skemmdum sem nokkuð erfitt er að meðhöndla. Einkennin minna nokkuð á holdsveiki,“ segir enn fremur í greininni á Vísindavefnum.

Þá kemur fram að sýkingin geti einnig dreift sér í slímhúð og valdið þar vefjaskemmdum, sérstaklega í nefi og munni.

„Alvarlegast er ef sýkingin berst í innri líffæri. Afleiðingar þess eru meðal annars hiti, blóðleysi og stækkun á lifur og milta. Þessi tegund sýkingar getur verið banvæn ef ekkert er að gert,“ segir á Vísindavefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær