fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Nýjar mælingar segja slæma sögu af stöðu ósonlagsins

Pressan
Mánudaginn 16. október 2023 07:00

Ástand ósonlagsins fer versnandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska geimferðastofnunin ESA beinir nú mælitækjum sínum að ósonlaginu til að mæla styrk þess. Ósonlagið er okkur lífsnauðsynlegt því það verndar jörðina fyrir hættulegum útfjólubláum geislum sólarinnar.

En niðurstöður nýjustu mælinga eru ekki glæsilegar. Gatið á ósonlaginu yfir Suðurskautinu er orðið stærra en það hefur verið lengi en árum saman höfum við fengið góðar fréttir um stöðu þess og að málin væru að þróast í rétta átt.

Danska ríkisútvarpið segir að samkvæmt mælingunum þá sé gatið yfir Suðurskautinu nú 26 milljónir ferkílómetra á stærð en svarar til þess að það sé þrisvar sinnum stærra en Brasilía. Þetta er einnig stærsta gatið sem nokkru sinni hefur mælst á ósonlaginu.

Stærð gatsins sveiflast til, meðal annars eftir árstíma. Það er stærst frá ágúst fram í október og í lok desember er það minnst.

Gatið á því má að mestu rekja til ósoneyðandi efna sem við mennirnir notum. Þetta uppgötvuðu vísindamenn á níunda áratugnum.

Árið 1987 skrifuðu aðildarríki SÞ undir Montreal-sáttmálann sem skuldbatt þau til að draga úr losun ósoneyðandi efna. Þetta virkaði eins og til var ætlast og ósonlagið styrktist.

En nú virðist þróunin stefna í ranga átt og hefur gert síðustu fjögur til fimm árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli