En niðurstöður nýjustu mælinga eru ekki glæsilegar. Gatið á ósonlaginu yfir Suðurskautinu er orðið stærra en það hefur verið lengi en árum saman höfum við fengið góðar fréttir um stöðu þess og að málin væru að þróast í rétta átt.
Danska ríkisútvarpið segir að samkvæmt mælingunum þá sé gatið yfir Suðurskautinu nú 26 milljónir ferkílómetra á stærð en svarar til þess að það sé þrisvar sinnum stærra en Brasilía. Þetta er einnig stærsta gatið sem nokkru sinni hefur mælst á ósonlaginu.
Stærð gatsins sveiflast til, meðal annars eftir árstíma. Það er stærst frá ágúst fram í október og í lok desember er það minnst.
Gatið á því má að mestu rekja til ósoneyðandi efna sem við mennirnir notum. Þetta uppgötvuðu vísindamenn á níunda áratugnum.
Árið 1987 skrifuðu aðildarríki SÞ undir Montreal-sáttmálann sem skuldbatt þau til að draga úr losun ósoneyðandi efna. Þetta virkaði eins og til var ætlast og ósonlagið styrktist.
En nú virðist þróunin stefna í ranga átt og hefur gert síðustu fjögur til fimm árin.