Í tilkynningu segir að þessi fornsteinaldar, eða steinaldar, list sé „örugglega mikilvægasta uppgötvunin á austurhluta Íberíuskaga í Evrópu“.
Heimafólk og göngufólk hefur lengi vitað um Cova Dones, sem er um 500 metra langur hellir í Millares. Áður höfðu fundist munir frá járnöld í hellinum en fornsteinaldar listaverkin fundust 2021.
Fyrst fundust fjögur málverk, þar á meðal af útdauðri tegund nautgripa. Frekari rannsóknir á þessu ári leiddu fornleifafræðinga að „stórum fornsteinaldar helgidómi“ að því er segir í rannsókninni en hún var birt í byrjun september í vísindaritinu Antiquity.
Í tilkynningu frá Zaragoza háskólanum er haft eftir Aitor Ruiz-Redondo, sérfræðingi í fornsögu, að strax hafi verið ljóst að um mikilvægan fund var að ræða.
Hvergi í heiminum eru fleiri fornsteinaldar listaverkastaðir en á Spáni. Þar á meðal er 36.000 ára listaverk í La Cueva de Altamira. Flestir þessir staðir eru í norðurhluta landsins og þess vegna er mjög merkilegt að þessi listaverk hafi fundist á austurhluta Íberíuskaga að sögn Ruiz-Redondo.