fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Þeir allra ríkustu græða og græða

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 19:00

Michael Bloomberg gaf langmest á síðasta ári til góðgerðarmála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tveir þriðju hlutar alls nýs auðs, sem varð til í heiminum á tveimur árum, féll í skaut þess eins prósents mannkyns sem telst ríkast.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Oxfam  samtökunum sem berjast gegn ójöfnuði í heiminum.

Lars Koch, framkvæmdastjóri hjá samtökunum, sagði i samtali við Ekstra Bladet að í þeirri krísu sem hefur varað í þrjú ár vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og nú verðbólgu hafi auður hinna allra ríkustu vaxið mjög mikið.

Hann benti einnig á að í fyrsta sinn í 25 ár hafi þeim fjölgað sem lifa í mjög mikilli örbirgð.

„Það er gríðarlega mikill ójöfnuður í deilingu auðæfanna og það hefur að sjálfsögðu áhrif og við sjáum vaxandi fátækt og ójöfnuð,“ sagði Koch.

Skýrsla Oxfam er byggð á auðlegðarskýrslu Credit Suisse sem byggir á tölum frá því í desember 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig