fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Pressan

Ótrúlegur fornleifafundur 9 ára stelpu

Pressan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 10:08

Molly Sampson - Mynd frá Sampson fjölskyldunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún er búin að vera að leita að hákarlatönnum síðan hún var eins árs gömul að skríða yfir ströndina,“ segir móðir hinnar 9 ára gömlu Molly Sampson. Molly vildi fá vaðskó í jólagjöf í fyrra svo hún gæti farið í sjóinn og leitað að tönnum. Hún fékk þá ósk uppfyllta og fór beint út í sjó að leita að stórum tönnum ásamt systur sinni og föður.

Það liðu ekki 30 mínútur áður en Molly hafði fundið fyrstu tönnina. „Ég fór nær og ég hugsaði með mér: Vá, þetta er stærsta tönn sem ég hef nokkurn tímann séð,“ segir hún um fundinn í samtali við NPR. „Ég teygði mig og greip hana, pabbi segir að ég hafi öskrað.“

Þetta var ansi ótrúlegur fundur hjá þessari 9 ára stelpu en tönnin sem hún fann var 5 tommur, tæplega 13 sentimetrar, að lengd og um 15 milljón ára gömul tönn úr megalodon hákarli. Molly segist strax hafa verið handviss að um tönn úr þessum risastóra hákarli væri að ræða. „Ég sá bara formið á henni og ég veit hvernig tennurnar úr þeim líta út.“

Hákarlatannasafn Molly telur nú yfir 400 tennur samkvæmt USA Today. Hún útskýrir að hægt sé að gera ráð fyrir stærð hákarlsins út frá stærð tannarinnar. „Hver tomma er 10 fet,“ segir hún. „Svo þessi er 5 fet svo hann hefur verið 50 fet.“ 50 fet eru um 15,2 metrar svo miðað við útreikningana er tönnin svo sannarlega úr stórum hákarli.

Molly á ekki langt að sækja hæfileikana þegar kemur að því að leita að fornleifum en faðir hennar, Bruce, hefur leitað að slíkum nánast alla ævi. Hann hefur svo dregið bæði Molly og systur hennar, Natalie, inn í fornleifafræðina. Þrátt fyrir að Bruce hafi leitað að fornleifum í áraraðir þá er stærsta tönnin sem hann hefur fundið aðeins um 3 tommur að stærð. Eiginkona hans segir að sú tönn líti út fyrir að vera barnatönn miðað við tönnina sem Molly fann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ákærð fyrir að nauðga nemanda sínum – Óttaðist að fá slæmar einkunnir ef hann gerði ekki eins og hún sagði

Ákærð fyrir að nauðga nemanda sínum – Óttaðist að fá slæmar einkunnir ef hann gerði ekki eins og hún sagði
Pressan
Í gær

Lögreglan leitar logandi ljósi að manni sem stal sýniseintaki af „mjög stórum“ gervilim

Lögreglan leitar logandi ljósi að manni sem stal sýniseintaki af „mjög stórum“ gervilim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndin sem vakti mikla athygli Dana – Af hverju eru einkennisklæddir lögreglumenn með barnavagna?

Myndin sem vakti mikla athygli Dana – Af hverju eru einkennisklæddir lögreglumenn með barnavagna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómskjöl vörpuðu ljósi á skelfilega hluti í málinu í síðustu viku – Nú má lögreglan ekkert segja

Dómskjöl vörpuðu ljósi á skelfilega hluti í málinu í síðustu viku – Nú má lögreglan ekkert segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík hans fannst fyrir 11 árum – Hver var hann?

Lík hans fannst fyrir 11 árum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 3 dögum
Söguleg þrenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ghislaine Maxwell telur að Jeffrey Epstein hafi verið myrtur

Ghislaine Maxwell telur að Jeffrey Epstein hafi verið myrtur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýrir frá hryllingnum í Playboyhöllinni – Fingurnir klipptir af líkinu og tennurnar rifnar úr

Skýrir frá hryllingnum í Playboyhöllinni – Fingurnir klipptir af líkinu og tennurnar rifnar úr