fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Týnd tveggja ára stúlka fannst sofandi í skógi – Fjölskylduhundur var koddinn hennar og annar tryggði öryggi hennar

Pressan
Mánudaginn 25. september 2023 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hvarf tveggja ára stúlka frá heimili sínu í Michigan í Bandaríkjunum. Mikil leit var gerð að henni þar sem lögreglan notaði dróna og leitarhunda auk þess sem íbúar á svæðinu aðstoðuðu við leitina.

Leitin beindist að skóglendi í Upper Peninsula. Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglunni í Michigan hafi stúlkan farið að heiman í fylgd fjölskylduhundanna tveggja.

Hún fannst steinsofandi í skóginum. Höfuð hennar hvíldi á öðrum hundinum, sem gegndi þar með hlutverki kodda, en hinn stóð vörð og gætti að öryggi stúlkunnar.

Stúlkan fór að heiman um klukkan 20 og fannst um miðnætti, um fimm kílómetra frá heimili sínu. Ekkert amaði að henni.

Mark Giannunzio, lögreglumaður, sagði að hér væri um ótrúlega sögu að ræða þar sem hundarnir hafi fylgt stúlkunni og gætt hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar