Leitin beindist að skóglendi í Upper Peninsula. Sky News segir að samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglunni í Michigan hafi stúlkan farið að heiman í fylgd fjölskylduhundanna tveggja.
Hún fannst steinsofandi í skóginum. Höfuð hennar hvíldi á öðrum hundinum, sem gegndi þar með hlutverki kodda, en hinn stóð vörð og gætti að öryggi stúlkunnar.
Stúlkan fór að heiman um klukkan 20 og fannst um miðnætti, um fimm kílómetra frá heimili sínu. Ekkert amaði að henni.
Mark Giannunzio, lögreglumaður, sagði að hér væri um ótrúlega sögu að ræða þar sem hundarnir hafi fylgt stúlkunni og gætt hennar.