fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Enginn átti „von á að finna það sem við fundum“

Pressan
Laugardaginn 23. september 2023 11:00

Tel Shimron svæðið. Mynd:Eyecon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar hafa fundið dularfullt bogahlið við enda þröngra neðanjarðarganga sem voru innsigluð með jarðlögum skömmu eftir að þau voru gerð fyrir um 4.000 árum, á miðbronsöld.

Live Science segir að ísraelskir fornleifafræðingar hafi fundið bogahliðið, sem er frá tíma Kanverja, og hvelfdar tröppur sem voru lokaðar inni í vel varðveittri múrsteinsbyggingu. Fornleifafræðingar hafa enga hugmynd um af hverju bogahliðið var byggt.

Áður höfðu fornleifafræðingarnir grafið upp langan gang sem lá að bogahliðinu og stiganum. Þetta er á Tel Shimron svæðinu sem er þekkt fyrir fornminjar. Kom það þeim mjög á óvart hversu vel varðveit bogahliðið og hvelfdu tröppurnar eru. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er gert úr óbrenndum múrsteinum sem endast sjaldan lengi að sögn Mario A.S. Martin, eins stjórnenda uppgraftrarins.

„Auðvitað veit maður aldrei hvað maður finnur á stað þar sem fornleifauppgröftur hefur aldrei átt sér stað áður, en ég get sagt með fullri vissu að enginn . . . átti von á að finna það sem við fundum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði