fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Af hverju höfum við alltaf pláss fyrir eftirmat?

Pressan
Laugardaginn 16. september 2023 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú situr á veitingastað og er rétt nýbúin(n) að innbyrða stóra máltíð. Maginn  lætur vita af sér og gott ef buxurnar eru ekki aðeins þrengri en áður en þú settist við matarborðið. Það er ekki séns að þú getir borða meira – en þá kemur eftirmaturinn og skyndilega er pláss fyrir meiri mat. Það er eins og það opnist leynihólf þar sem er hægt að troða meiri mat inn.

Hvernig stendur á því að við virðumst alltaf hafa magapláss fyrir eftirrétt? Len Epstein, prófessor í barnalækningum og deildarforseti við Buffalo háskólann, sagði í samtali við Live Science að skýringin á þessu sé fjölbreytni.

„Hluti af ástæðunni fyrir því að fólk hættir að borða máltíð er að það er þreytt á matnum. Það er búið að borða hann og það er ekki lengur nein örvun. Það veit nákvæmlega hvernig hann bragðast. En ef þú kemur með nýtt bragð, lykt eða jafnvel áferð, þá er auðvelt að komast yfir tilfinninguna um að vera saddur,“ sagði Epstein.

„Þú getur haldið áfram að bera nýjan mat á borð fyrir fólk og það heldur áfram að borða þar til það getur ekki meira. En það er ein af ástæðunum fyrir að fólk borðar meira en það þarf,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Í gær

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni