fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Strönd orðin miðpunktur fíkniefnaneyslu og kynlífs unglinga

Pressan
Mánudaginn 24. júlí 2023 18:00

Mynd úr innrauðri myndavél á ströndinni/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðilinn Mirror greinir frá því að Polzeath strönd á Cornwall skaga í Suður-Englandi sé orðin að einhvers konar partý-miðstöð unglinga.

Rætt er við landvörðinn Andy Stewart sem segir foreldra unglinganna alls ekki gera sér grein fyrir hvað eigi sér stað í þessum partýjum. Stewart, sem er fyrrverandi lögreglumaður, segir börn allt niður í 12 ára aldur sækja partýin. Hann segir ströndina áður hafa verið fyrirmyndarstað en nú sé hún þakin umbúðum utan af kókaíni, kvenmannsnærbuxum og peysum sem eru hluti af skólabúningum.

Segja heimamenn að hundruðir unglinga hafi sótt partýin sem yfirleitt eru haldin seint á kvöldin. Fíkniefnasalar eru þar á sveimi og Stewart og samstarfsfólk hans hefur oft neyðst til að stöðva ölvaða unglinga sem hafa verið að stunda kynlíf á ströndinni. Tíðni skemmdarverka á ströndinni hefur einnig vaxið mikið.

Stewart vaktar ströndina í samvinnu við tvo lögreglumenn og tvo öryggisverði á nærliggjandi veitingastað.

Partýstandið virðist vera einkum bundið við sumarleyfi skóla og var ástandið svipað slæmt á síðasta ári. Eftir það var ákveðið að setja upp innrauðar myndavélar til að nema betur hreyfingar og umstang á ströndinni í myrkri.

Eftir að þær myndavélar voru settar upp urðu vaktmenninir fyrst varir við að unglingarnir voru sumir hverjir að stunda kynlíf á ströndinni. Hann segir að 7. júlí síðastliðinn þegar sumarleyfi einkaskóla hófust hafi myndast nokkrir hópar unglinganna sem í voru 3-5 pör. Öll pörin voru annaðhvort að stunda kynlíf eða á góðri leið með að byrja á því.

Stewart óttast hversu miklu magni af áfengi sé troðið upp á unglingana sem sækja partýin. Hann telur ljóst að mikill þrýstingur sé til staðar og afar erfitt sé að neita að taka þátt í drykkjunni.

Hann segir marga unglingana sem komi á ströndina nemendur í sumum af fínustu einkaskólum Bretlands eing og t.d Eton og Harrow. Margir foreldrar keyri unglingana sína niður að ströndinni og haldi að um ósköpa saklausa samkomu sé að ræða.

Ein ónefnd móðir sem rætt er við ætlaði að skutla 14 ára gamalli dóttur sinni og vinkonu hennar á ströndina en var þá vöruð við af lögreglumönnum að raunveruleg hætta væri á því að stúlkurnar yrðu fyrir kynferðislegu ofbeldi. Móðirin sneri bílnum samstundis við og stúlkurnar fóru ekki á ströndina. Dæmi eru um að stúlkum hafi verið byrluð ólyfjan í partýjunum.

Svo virðist einfaldlega sem að foreldrar unglingana hafi margir hverjir enga hugmynd um hvað á sér stað í þessum partýjum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu