fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar

Pressan
Sunnudaginn 4. júní 2023 07:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar vegna ljósmengunar hér á jörðinni. Ljósanotkun okkar dregur úr möguleikum okkar að sjá stjörnurnar á næturhimninum en þess utan hefur hún áhrif á heilsufar okkar sem og heilsufar og velferð dýra.

Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian sem segir að víða sé staðan nú orðin þannig að ekki sé hægt að sjá stjörnurnar á himninum vegna ljósmengunar, í besta falli nokkrar. Útilokað sé að sjá Vetrarbrautina eins og hægt var áður fyrr.

Segir miðillinn að aukin notkun LED ljósa og annarra birtugjafa geri að verkum að næturhiminn verði sífellt bjartari. Þetta hafi rannsóknir vísindamanna sýnt.

Mikil notkun útiljósa, ljósaskilta, auglýsingaskilta og upplýstra íþróttaleikvanga hindri sýn okkar til himins.

Árið 2016 sögðu stjörnufræðingar að þriðjungur mannkyns gæti ekki lengur sé Vetrarbrautina á næturhimninum vegna ljósmengunar. Staðan hafi versnað síðan.

Miðað við núverandi þróun mála muni flest hinna stóru stjörnumerkja verða hulin sjónum okkar innan 20 ára.  Þetta er eitthvað sem mun hafa mikil áhrif á okkur, bæði menningarlega og vísindalega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans