fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Táningsstúlka myrt á almannafæri

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 10:00

Indverskir lögreglumenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára gömul stúlka var stungin og barin til bana í mannmörgu húsasundi í höfuðborg Indlands, New-Dehli, í gær.

Í frétt CNN af málinu segir að morðið hafi á ný vakið reiði og hneykslan meðal almennings vegna ofbeldis karlmanna í garð kvenna í landinu.

Morðið náðist á upptöku öryggismyndavélar og á henni má sjá fjölda fólks á gangi nærri morðingjanum og fórnarlambinu.

Aðeins einn maður reyndi að koma stúlkunni til bjargar en án árangurs.

Samkvæmt því sem lögreglan segir benda fyrstu vísbendingar til að um sé að ræða svokallaðan ástríðuglæp.

Í frétt CNN kemur fram að indverskur fjölmiðill hafi rætt við föður stúlkunnar sem krefjist harðrar refsingar fyrir morðingjann.

Þetta morð er það nýjasta í röð morða og nauðgana á konum sem hafa flest vakið mikla reiði og kallað fram háværar spurningar um hvort nægilega mikið sé gert til að vernda indverskar konur og refsa árásarmönnum.

Swati Maliwal, formaður kvennasamtaka Dehli, segir þennan atburð þann grimmilegasta sem hún hafi nokkurn tímann séð.

Tíðni ofbeldis gegn konum óx um tuttugu prósent á Indlandi á árunum 2013 til 2020.

Samtök fólks sem berjast fyrir umbótum í málum sem snúa að ofbeldi gegn konum segja að tíðnin sé mjög líklega í raun hærri þar sem mörg ofbeldisbrot, sérstaklega nauðganir, séu ekki tilkynnt.

Skýringa á hárri tíðni ofbeldis gegn konum á Indlandi er helst leitað í gömlum samfélagslegum hugmyndum um yfirráð karla yfir konum. Segir baráttufólk að ekki dugi að fjölga öryggismyndavélum og auka löggæslu á götum úti. Það verði að breyta hugarfari karlmanna og drengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa