fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 29. maí 2023 14:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurgeir Jakobsson var skipaður prestur á Grund í Eyjafirði árið 1860. Hann átti við mikið áfengisvandamál að stríða sem gerði honum oft á tíðum ansi erfitt að rækja embættisskyldur sínar. Á þessum árum var algengt að vel væri veitt af áfengi við t.d. fermingar, skírnir, jarðarfarir og brúðkaup og því freistingarnar miklar fyrir drykkfelldan prest.

Oft komu upp aðstæður þar sem Sigurgeir var undir áhrifum áfengis við störf sín. Kvörtunum frá sóknarbörnum fór fjölgandi og hegðun prestsins þótti mörgum vera ótæk.

Sigurgeir bætti ekki ráð sitt þrátt fyrir tiltal og var loks ákærður fyrir óreglusaman embættisrekstur, drykkjuskap og annað hneykslanlegt athæfi. Var hann þá sviptur embætti tímabundið. Hann var fyrst dæmdur í prófastsrétti til að greiða sekt til fátækra prestsekkna. Fyrir svokölluðum synodalsrétti, sem var á þeim tíma æðsti dómstóllinn hér á landi í málum sem vörðuðu embættismenn kirkjunnar, var Sigurgeir sviptur embætti endanlega.

Málinu var áfrýjað til æðsta dómstigs Íslands sem þá var hæstiréttur Danmerkur.

Gat ekki lokið skírn vegna ölvunar

Í dómi hæstaréttar kemur fram að það sé nægilega upplýst að Sigurgeir hafi sýnt sig mjög hneigðan til ofdrykkju og að þessi löstur hafi komið fram á hneykslanlegan hátt bæði við embættisverk hans og í almennu framferði:

„Þannig er það sannað með framburði eins vitnis í sambandi við játningu hins ákærða sjálfs, að eitt sinn þegar fólk ætlaði að vera til altaris hjá honum árið 1867 við Grundarkirkju, þá hafi hann verið orðinn drukkinn fyrir messu, en ekki viljað hætta við embættisgjörðina og farið að skripta fólkinu; en það, sem hann þá hefði sagt, hafi verið eitthvert meiningarlaust rugl, hafi svo fólkið farið út úr kirkjunni, og þegar felstir hafi verið komnir út, hafi hinn ákærði sagt: „farið þið þá, jeg fyrirgef ykkur samt syndirnar í guðs nafni og fjörutíu“.“

Segir í dómnum að á árinu 1875 hafi það gerst, samkvæmt framburðum vitna, að hann hafi ekki getað messað vegna ölvunar og í annað skipti það ár ekki getað lokið fermingarathöfn. Þetta sama ár gat hann heldur ekki lokið skírn vegna ölvunar. Segir að önnur dæmi séu um að Sigurgeir hafi í fleiri tilfellum verið meira og minna drukkinn við embættisverk.

Oft drukkinn utan vinnutíma

Í dómnum kemur einnig fram að sannað þyki að Sigurgeir hafi oft verið drukkinn, þegar hann var ekki að sinna embættisverkum, við tækifæri þegar slíkt hlyti að vekja hneyksli með tilliti til stöðu hans. Til að mynda hafi hann oft sést drukkinn á almannafæri á Akureyri.

Fram kemur að við heimsókn prófasts á Grund hafi í samtölum hans við meðhjálpara og sóknarnefndarmenn komið fram að kirkjan hefði lengi verið illa sótt og væri helsta ástæðan drykkjuskapur Sigurgeirs. Var þess sérstaklega getið að við heimsóknina hafi presturinn komið fram „fullur og með ósæmilegu orðbragði.“

Mál Sigurgeirs höfðu verið lengi til meðferðar hjá yfirstjórn kirkjunnar. Biskup sagði í bréfi til prófasts árið 1874 að hann skyldi veita Sigurgeir viðvörun um að honum yrði vikið úr embætti og hann ákærður ef frekari brestir yrðu á embættisverkum hans.

Niðurstaða syndodalréttarins var staðfest að öllu leyti í hæstarétti og Sigurgeir því sviptur embætti til frambúðar.

Sigurgeir tók niðurstöðuna afar nærri sér og átti að sögn dapurlega ævidaga þar til hann lést 1887.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa