fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Pressan
Mánudaginn 27. mars 2023 07:00

Sumartími er genginn í garð á meginlandinu og Bretlandseyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudags gekk sumartími í garð í flestum Evrópuríkjum. Það þýðir að klukkunni var flýtt um einn tíma og eru mörg Evrópuríki nú tveimur klukkustundum á undan okkur hér á Íslandi. En Danir gerðu gott  betur en að stilla klukkuna á sumartíma um helgina.

Samkvæmt lögum, sem danska þingið samþykkti 14. mars, þá var samhliða tímabreytingunni aðfaranótt sunnudags, sem átti sér stað klukkan 02, tekinn upp samræmdur alheimstími, UTC.

Flest ríki notast við UTC og raunar hafa Danir fylgt honum árum saman en þó ekki formlega. Með nýju lögunum féllu lög frá 1893 úr gildi en þau kváðu um tímamælingar í Danmörku.

Fjármálaheimurinn fagnar því að Danir hafi nú tekið upp UTV því nákvæmar tímasetningar skipta miklu máli þegar viðskipti eru stunduð með hlutabréf og annað álíka. Þá skipta millisekúndur máli og UTC er einmitt notað til þess.

Margir spyrja sig eflaust hvaða máli það skiptir að taka UTC formlega upp, klukkan hljóti nú að hafa verið rétt fram að þessu. En samkvæmt grein sem var birt í Ingeniøren fyrir fimm árum þá voru Danir 0,07 sekúndum á undan UTC. Nú er því búið að leiðrétta þetta og Danir eru komnir til nútímans úr framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn