fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Vísindamenn vara við – Getur orðið tifandi tímasprengja

Pressan
Sunnudaginn 19. mars 2023 07:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógareldar á norðurhveli jarðar losa venjulega 10% af þeim koltvísýringi sem losnar út í andrúmsloftið í skógareldum á heimsvísu. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þá var hlutfallið 23% árið 2021.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar þar sem kemur fram að skógareldum á norðurhveli fari fjölgandi og það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir jörðina okkar. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að rannsóknin hafi sýnt fram á að skógar á norðurhveli séu tifandi tímasprengjur og ef þær springi þá geti þær haft áhrif á hnattræna hlýnun.

„Skógar á norðurhveli geta verið tifandi tímasprengja úr koltvísýringi og sú aukning sem við höfum séð að undanförnu, vegna skógarelda, fær mig til að óttast að klukkan tifi,“ sagði Steven Davis, einn höfunda rannsóknarinnar og starfsmaður University of California, í fréttatilkynningu.

Venjulega losa skógareldar í löndum á borð við Kanada, Rússlandi og Bandaríkjunum um 10% af heildarlosun koltvísýrings út í andrúmsloftið árlega en 2021 var hlutfallið 23%.  Helsta ástæðan voru miklir þurrkar og hitabylgjur í Síberíu og Kanada.

Skógarnir á norðurhveli eru þeir stærstu á jörðinni og innihalda mikið af koltvísýringi. Þegar þeir brenna losnar 10-20 sinnum meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en frá öðrum vistkerfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal