fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 13:30

Leonardo da Vinci málaði Monu Lisu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonardo da Vinci, ítalski málarinn, myndhöggvarinn, arkitektinn, vísindamaðurinn og uppfinningamaðurinn var þekktur fyrir að geta hugsað stórt og mikið. Nú verður hugsanlega hægt að bæta enn einu afrekinu við á ferilskrá hans.

Við yfirferð vísindamanna á dagbókum da Vinci, sem var uppi frá 1452 til 1519, hafa þeir fundið enn eina snilldina frá honum. Þetta eru uppdrættir af módeli fyrir þyngdaraflið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Caltech University.

Isaac Newton lýsti þyngdaraflinu á átjándu öld en nú er komið í ljós að rúmum hundrað árum áður hafði da Vinci hugsað á svipaðan hátt.

Mory Gharib, prófessor í loftferðafræði, fann áhugaverða uppdrætti í einni minnisbóka da Vinci. Þetta eru uppdrættir af þríhyrndum formum sem voru mynduð með krukku sem sandur lak úr.

Gharib og samstarfsfólk hans þýddu lýsingar da Vinci, sem voru á ítölsku og skrifaðar speglaðar en það var tækni sem da Vinci notaði því hann var örvhentur og átti á hættu að þurrka blekið úr blekpennanum með hönd sinni.

Í textanum lýsir da Vinci tilraun þar sem krukka hreyfist yfir línu samsíða jörðinni á meðan sandur lekur úr henni. Da Vinci vissi að sandurinn myndi ekki leka á sama hraða heldur myndi hraðinn aukast og að vegna þyngdaraflsins myndi sandurinn leka niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf