The Guardian skýrir frá þessu.
Læknar hafa árum saman varað við því að mikil hætta steðji að mannkyninu vegna vaxandi sýklalyfjaónæmis.
Albicidin ræðst á bakteríur á allt annan hátt en þau sýklalyf sem til eru að sögn breskra, þýskra og pólskra vísindamanna. Rannsókn þeirra hefur verið birt í vísindaritinu Nature Catalysis.
Segja þeir að þetta muni hugsanlega opna nýja leið til að takast á við bakteríur. Dmitry Ghilarov, einn vísindamannanna, sagði að við tilraunir hafi ekki tekist að laða fram neina mótstöðu hjá bakteríum gegn albicidin. Hann sagði að vísindamennirnir telji að það verði erfitt fyrir bakteríur að þróa mótstöðu gegn sýklalyfjum byggðum á albicidin.