fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Maurar geta fundið lyktina af krabbameini í þvagi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 12:00

Rauðir eldmaurar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitað er að margar tegundir krabbameins breyta lyktinni af þvagi sjúklinga. Nú hafa vísindamenn komist að því að maurar hafa hæfileika til að finna lyktina af krabbameini í þvagi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að í niðurstöðum rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B: Biological Sciences, komi fram að þetta geti komið að gagni sem hagkvæm leið til að greina krabbamein.

Patrizia d‘Ettorre, prófessor við Sorbonne Paris Nord háskólann og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að hægt sé að nota maura til að greina lífræn merki og þannig finna þá sjúklinga sem eru með krabbamein. Það sé auðvelt að þjálfa þá, þeir séu fljótir að læra, séu mjög skilvirkir og ódýrir í rekstri.

Rannsókninni byggist á annarri rannsókn, sem d‘Ettorre og samstarfsfólk hennar gerði, sem leiddi í ljós að maurar gátu greint lykt af krabbameinsfrumum sem voru ræktaðar í tilraunastofu.

Í nýju rannsókninni notuðust vísindamennirnir við 70 maura af tegundinni Formica fusca og létu þá þefa af þvagi úr músum, bæði með krabbamein og án krabbameins.

Maurarnir reyndust geta gert mun á þvagi heilbrigðu músanna og þeirra með krabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri