Þetta segja samtökin Alzheimer‘s Research UK að sögn Sky News. Samtökin segjast vilja fá fólk til að taka ákvarðanir sem draga úr líkunum á að það þrói með sér elliglöp og segja að þau séu það sem fólk óttast mest við að eldast.
Talið er að 40% elliglapatilfella megi tengja við lífsstíl. Það er hægt að hafa áhrif á þetta með breytingum á lífsstíl.
Sky News segir að eftirtalin tólf atriði séu þau bestu til að draga úr líkunum á að þróa með sér elliglöp:
Að sofa í að minnsta kosti sjö klukkustundir á hverri nóttu.
Að skora heilann reglulega á hólm.
Gæta að andlegri vellíðan.
Vera virk(ur) félagslega.
Gæta að heyrninni.
Gæta að mataræðinu og borða hollan mat.
Halda sér líkamlega virkum.
Hætta að reykja.
Neyta áfengis í hófi.
Passa að blóðfitumagnið sé í jafnvægi.
Halda blóðþrýstingnum á góðu róli.
Takast á við sykursýki á eins góðan hátt og hægt er.