CNN segir að slátrarinn hafi ætlað að slátra svíninu og hafi verið búinn að gefa því rafstuð með rafbyssu. Það hafi hins vegar komist aftur til meðvitundar og velt slátraranum um koll.
Samstarfsmaður hans kom að honum meðvitundarlausum með kjöthnífinn í höndinni og sár á vinstri fæti. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans.
Lögreglan og vinnueftirlitið rannsaka nú málið.