Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem 160.000 manns tóku þátt í á fyrsta ári heimsfaraldursins. Á þeim tíma voru engin bóluefni komin fram. Sky News skýrir frá þessu.
Fram kemur að niðurstöðurnar sýni að þeir sem smituðust af veirunni frá mars til nóvember 2020 hafi verið allt að 81 sinnum líklegri til að deyja á fyrstu þremur vikunum eftir að þeir smituðust en þeir sem ekki smituðust. Einu og hálfu ári síðar var þetta fólk allt að fimm sinnum líklegar til að deyja en fólk sem hafði ekki smitast af veirunni.
COVID-sjúklingarnir voru einnig í meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma í allt að 18 mánuði eftir smit. Segja vísindamennirnir að þetta sé hluti af langvarandi COVID. Meðal þessara hjartasjúkdóma eru kransæðasjúkdómar, hjartaáfall og blóðtappi í djúpæðakerfi.
Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar bendi til að fylgjast eigi með heilsufari COVID-sjúklinga í að minnsta kosti eitt ár eftir að þeir jafna sig af veikindunum.