fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Óbólusettir COVID-sjúklingar í meiri hættu á að deyja í 18 mánuði eftir sýkingu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 18:00

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óbólusettir COVID-sjúklingar eru í meiri hættu á að deyja og fá hjartasjúkdóma í að minnsta kosti 18 mánuði eftir sýkingu.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem 160.000 manns tóku þátt í á fyrsta ári heimsfaraldursins. Á þeim tíma voru engin bóluefni komin fram. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að niðurstöðurnar sýni að þeir sem smituðust af veirunni frá mars til nóvember 2020 hafi verið allt að 81 sinnum líklegri til að deyja á fyrstu þremur vikunum eftir að þeir smituðust en þeir sem ekki smituðust. Einu og hálfu ári síðar var þetta fólk allt að fimm sinnum líklegar til að deyja en fólk sem hafði ekki smitast af veirunni.

COVID-sjúklingarnir voru einnig í meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma í allt að 18 mánuði eftir smit. Segja vísindamennirnir að þetta sé hluti af langvarandi COVID. Meðal þessara hjartasjúkdóma eru kransæðasjúkdómar, hjartaáfall og blóðtappi í djúpæðakerfi.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar bendi til að fylgjast eigi með heilsufari COVID-sjúklinga í að minnsta kosti eitt ár eftir að þeir jafna sig af veikindunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun