Giftur yfirmaður í AFL, atvinnumannadeildinni í áströlskum fótbolta, er búinn að segja upp störfum eftir að upp komst um kynlífsskandal. Yfirmaðurinn sem um ræðir er gift kona sem hafði haldið framhjá eiginmanni sínum með yngri undirmanni sínum.
Ástralski fjölmiðillinn Herald Sun varpaði ljósi á málið en í frétt þeirra kemur fram að uppsögn konunnar hafi komið í kjölfar þess sem skandallinn kom í ljós. Undirmaðurinn sem hún hélt framhjá með er ekki giftur en er í sambandi. Upp komst um framhjáhaldið þegar maki mannsins sá samskipti milli hans og giftu konunnar í símanum hans. Hann viðurkenndi svo framhjáhaldið þegar honum varð ljóst að hann gæti ekki haldið því leyndu lengur.
Málinu lauk þó ekki með því þar sem maki hans hringdi á vinnustað mannsins og giftu konunnar til að segja frá framhjáhaldinu. Ljóst er að gifta konan var fljót að skila inn uppsagnarbréfinu og yfirgefa vinnustaðinn því hún hefur ekki ennþá komið aftur til að sækja dótið sitt eða kveðja samstarfsfélaga sína. Vinnustaðurinn, sem er í áströlsku borginni Melbourne, er þó búinn að senda henni stuttan tölvupóst þar sem henni er þakkað fyrir störf sín.