fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Miklar vangaveltur – Hvert er hlutverk hennar?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 07:45

Kim Jong-un og Kim Ju-ae. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember skutu Norður-Kóreumenn nýju ofurvopni sínu „skrímslaflugskeytinu“ á loft í tilraunaskyni. Það vakti að vonum athygli sérfræðinga í málefnum þessa harðlokaða einræðisríkis. En það vakti eiginlega enn meiri athygli þeirra að Kim Jong-un, einræðisherra, tók dóttur sína, Kim Ju-ae, með til að skoða flugskeytið.

Norðurkóreskir fjölmiðlar, sem er öllum stýrt af einræðisstjórninni, skýrðu frá þessu og birtu myndir af feðginunum.

Þetta var í fyrsta sinn sem einræðisherrann sýndi eitt af börnum sínum opinberlega en talið er að hann eigi þrjú börn. Tvær dætur og son.

Umfjöllun norðurkóreskra fjölmiðla um Kim Ju-ae var ekki til þess fallin að draga úr dulúðinni í kringum hana og hlutverk hennar. The Washington Post segir að hún hafi fengið stærra hlutverk við tilraunaskot „skrímslaflugskeytisins“ en Ri Sol-ju, móðir hennar og eiginkona Kim Jong-un, en hún hefur verið sífellt meira í sviðsljósinu að undanförnu.

Norðurkóreskir fjölmiðlar sögðu Kim Ju-ae vera „mest elskuðu dóttir“ einræðisherrans.

En stóra spurningin er af hverju henni var skyndilega ýtt fram í sviðsljósið og hvað það þýðir.

Tvær hugmyndir eru aðallega á lofti sem svar við þessu.

Frá stofnun Norður-Kóreu 1948 hefur Kim-ættin verið við völd en það var Kim Il-sung, afi Kim Jong-un, sem stofnaði landið. Formlega séð er það kommúnistaflokkurinn sem stýrir landinu en þannig er það ekki í raun, það er Kim-ættin sem hefur öll völd í hendi sér.

Kim Jong-un er þriðji ættliðurinn sem stýrir landinu en hver mun taka við af honum er eitthvað sem enginn utan Norður-Kóreu veit og þar í landi er það einungis fámennur hópur sem veit hver verður arftaki hans.

Sumir sérfræðingar telja að „frumsýningin“ á Kim Ju-ae í nóvember hafi verið skilaboð um að erfðaröðin sé á hreinu, hún taki við af föður sínum eða að minnsta kosti sé henni ætlað að stórt hlutverk í framtíðinni.

Yang Moo-jin, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, sagði í samtali við Global News að með því að sýna dótturina opinberlega hafi Kim Jong-un verið að senda þau skilaboð að stjórnin í Norður-Kóreu sé í „jafnvægi“.

Það að Kim Jue-ae hafi verið sýnd opinberlega en ekki sonur hans, sem er talinn hafa fæðst 2010, hefur vakið undrun því feðraveldið er mjög sterkt í Norður-Kóreu og því töldu flestir liggja í augum uppi að sonurinn tæki við völdum af föður sínum.

En hugsanlega hefur sýningin á Kim Ju-ae ekkert með valdaröðina að gera. Sumir sérfræðingar telja hugsanlega að með þessu hafi Kim Jong-un viljað styrkja ímynd sína og sýna að hann er fjölskyldufaðir á bak við hrjúft yfirborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana