fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Rannsaka rúmlega 500 tilkynningar um fljúgandi furðuhluti

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka 510 tilkynningar um fljúgandi furðuhluti. Þetta eru þrefalt fleiri mál en voru til rannsóknar 2021.

Margar af þessum tilkynningum þykja frekar auðskýranlegar, þar hafi til dæmis loftbelgir eða drónar verið á ferð. En engar skýringar hafa fundist á mörgum tilkynningum.

Þetta kom fram nýlega þegar forstjóri National Intelligence (DNI) kynnti skýrslu um stöðu mála. Í henni kemur fram að frá því í júní 2021 hafi 247 tilkynningar borist. Þá voru 144 mál til rannsóknar. Þessu til viðbótar fundust 119 skýrslur sem ná allt að 17 ár aftur í tímann. The Guardian skýrir frá þessu og segir að flestar nýju tilkynningarnar hafi komið frá flugmönnum hjá bandaríska hernum.

Tæplega 200 mál var hægt að skýra á einfaldan hátt, með drónum og loftbelgjum eða öðrum náttúrulegum fyrirbærum á himni.

Í skýrslunni segir jafnframt að önnur mál hafi ekki verið hægt að skýra. Rannsókn yfirvalda beinist að þessum málum. Áhyggjur yfirvalda beinast ekki að því að hér sé um vitsmunaverur frá öðrum plánetum að ræða, meiri áhyggjur eru af að þetta sé njósnabúnaður frá öðrum ríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu