Sky News skýrir frá þessu og segir að lögreglumenn hafi reynt að stöðva aksturinn ítrekað með því að þeyta sírenur lögreglubifreiðarinnar, en allt án árangurs. Segir lögreglan að ökumaðurinn hafi stillt á sjálfstýringu, hallað sæti sínu aftur og lokað augunum og látið sjálfstýringuna um aksturinn.
15 mínútur liðu frá því að lögreglan byrjaði að reyna að stöðva aksturinn þar til hann var stöðvaður.
Hvað varðar orðaleikinn í inngangi fréttarinnar þá þýðir „auto“ til dæmis sjálfvirkt/sjálfstýring og er orðið sótt í „autobahn“ sem er þýska orðið fyrir hraðbraut.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að bifreiðinni hafi verið ekið á 110 km/klst og hafi haldið sömu fjarlægð frá lögreglubifreið sem var ekið á undan henni. Þetta vakti athygli lögreglumanna sem sáu við nánari athugun að ökumaðurinn virtist vera að slappa af í ökumannssætinu, augu hans hafi verið lokuð og hann ekki með hendur á stýri. Þetta hafi styrkt grunsemdir um að hann hafi stillt á sjálfstýringu.
„Eftir um 15 mínútur vaknaði maðurinn loksins og fór að fyrirmælum lögreglunnar,“ segir í tilkynningunni.
Ökumaðurinn, sem er 45 ára karlmaður, sýndi að sögn lögreglunnar dæmigerð einkenni þess að vera í vímu. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Óheimilt er að nota sjálfstýringu þegar ekið er í Þýskalandi.