fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Setti sjálfstýringu Teslunnar á og fór að sofa – Úr varð 15 mínútna eftirför lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 08:00

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður Teslu hefur verið sakaður um að gefa orðinu „auto“ í „autobahn“ nýja merkingu með því að stilla á sjálfstýringu og fara að sofa þegar hann ók, eða lét sjálfstýringuna aka, eftir A70 hraðbrautinni í Bæjaralandi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að lögreglumenn hafi reynt að stöðva aksturinn ítrekað með því að þeyta sírenur lögreglubifreiðarinnar, en allt án árangurs. Segir lögreglan að ökumaðurinn hafi stillt á sjálfstýringu, hallað sæti sínu aftur og lokað augunum og látið sjálfstýringuna um aksturinn.

15 mínútur liðu frá því að lögreglan byrjaði að reyna að stöðva aksturinn þar til hann var stöðvaður.

Hvað varðar orðaleikinn í inngangi fréttarinnar þá þýðir „auto“ til dæmis sjálfvirkt/sjálfstýring og er orðið sótt í „autobahn“ sem er þýska orðið fyrir hraðbraut.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að bifreiðinni hafi verið ekið á 110 km/klst og hafi haldið sömu fjarlægð frá lögreglubifreið sem var ekið á undan henni. Þetta vakti athygli lögreglumanna sem sáu við nánari athugun að ökumaðurinn virtist vera að slappa af í ökumannssætinu, augu hans hafi verið lokuð og hann ekki með hendur á stýri. Þetta hafi styrkt grunsemdir um að hann hafi stillt á sjálfstýringu.

„Eftir um 15 mínútur vaknaði maðurinn loksins og fór að fyrirmælum lögreglunnar,“ segir í tilkynningunni.

Ökumaðurinn, sem er 45 ára karlmaður, sýndi að sögn lögreglunnar dæmigerð einkenni þess að vera í vímu. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Óheimilt er að nota sjálfstýringu þegar ekið er í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun