fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Einn besti ökumaður allra tíma er smeykur í umferðinni

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 18:00

Mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursælasti ökumaður formúlunnar frá upphafi Lewis Hamilton segist ekki hafa gaman af því að keyra, að minnsta kosti ekki á venjulegum götum. Þetta sagði hann í viðtali við Chris Heath hjá Vanity Fair. Chris fór í bílferð með kappakstursmanninum fræga og sagði að bílferðin hefði ekki verið eins og hann hafði búist við. Í fyrsta lagi keyrðu þeir ekki um frönsku rivíeruna á hraðskreiðum sportbíl heldur litlum Mercedes rafmagnsbíl. Í öðru lagi sagði Chris að Hamilton væri ofurvarkár og skynsamur ökumaður, að hann færi aldrei yfir hámarkshraða og stöðvaði bílinn ítrekað til að hleypa óþreyjufullari ökumönnum fram úr.

Hamilton sagði einnig að hann hafi ekkert gaman af því að keyra. Allavega ekki af þeim akstri sem við hin erum vön, með umferð í báðar áttir, gangandi vegfarendur og fleira. Hann sagðist keyra mjög sjaldan. „Ég held að mér finnist það bara stressandi. Ég reyni að forðast það að gera hluti sem bæta engu við lífið mitt,“ sagði Hamilton og bætti svo við: „Ég meina, við erum á götunni, það getur allt gerst.“

Þegar ferðafélagarnir keyrðu í áttina að höfninni í Nice sagði hann: „Núna er ég bara taugaveiklaður. Þessi gata er brjáluð, það er svo mikið að gerast hérna. Ég ætla að snúa við eftir smá.“

Þegar umræðan hafði vikið að ótta Hamilton við venjulega umferð tók hann fram að hann væri einnig lafhræddur við köngulær. Hann segir sig þess vegna vilja gista í herbergi á efstu hæð þegar hann ferðast til Ástralíu og alltaf þegar hann stígur inn í herbergið í fyrsta sinn kíkir hann í kringum klósettið. Hann kennir systur sinni um þessa ofsahræðslu sína við þessi oftast meinlausu kvikindi og sagði að eftir að hún hafi látið hann horfa á myndina Arachnophobia hafi hann ekki geta séð mynd af könguló án þess að hrollur liðist um hann allan.

„Fólk segir: „Gaur! Þú brunar um á þrjúhundrað kílómetra hraða!“ Og ég er alltaf bara, það er létt fyrir mig. Við erum öll bara öðruvísi,“ sagði Hamilton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá