fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 16:30

Viljum við ekki öll hafa baðherbergið glansandi og blettalaust? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest okkar verða líklega að viðurkenna að hafa hent hári í klósettið eða tekið farsímann með þangað inn. En líklega vilja ekki margir játa að hafa gert fleira inni á baðherbergi sem ekki á að gera þar.

Hér á eftir nefnum við nokkur mistök sem margir gera inni á baðherbergi, væntanlega oftast óafvitandi.

Klósettið er ekki ruslafata og því eiga klósettpappírsrúllur, bleiur, eyrnapinnar, dömubindi og blautþurrkur ekkert erindi ofan í þau. Þetta á að fara í ruslatunnuna.

Ef það er sírennsli í klósettinu er rétt að bregðast strax við því og kippa í lag. Ástæðan er að það er sóun á vatni að láta renna sífellt í klósettið og svo fylgir því leiðinlegur hávaði.

Ef tannburstinn þinn er ekki geymdur í lokuðum skáp, þá skaltu bætar úr því hið fyrsta. Ástæðan er að í hvert sinn sem þú sturtar niður dreifist mikill fjöldi baktería úr klósettinu um allt baðherbergið. Þær eru í agnarsmáum vatnsdropum, sem sjást ekki, og dreifast um allt baðherbergið. Þessar vatnsagnir lenda á tannburstum, handklæðum og flestum því sem er inni á baðherberginu.

Ekki drekka vatn úr krananum inni á baðherbergi. Ástæðan er að bakteríur, sem nefndar voru til sögunnar hér á undan, setjast á kranann.

Ekki skola andlitið í vaskinu. Það er mjög slæm hugmynd að fylla vaskinn af vatni og setja andlitið síðan ofan í hann. vaskurinn er venjulega jafnþakinn bakteríum og klósettið sjálft.

Ekki henda hári í klósettið. Það er slæmur vani að henda hári í klósettið. Það safnast saman í kúlur og getur á endanum stíflað allt saman. Hárið á bara að fara í ruslafötuna.

Ekki nota símann inni á baði. Þar er fullt af bakteríum og þeim finnst gott að geta sest á flöt eins og síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?