fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Hótaði skotárás á tónlistarhátíð til að fara fyrr úr vinnunni

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 16:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisvörður á Lollapalooza tónlistarhátíðinni í Chicago var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa hringt inn skotárásarhótun til að komast fyrr úr vinnunni. Saksóknarar sögðu að hin 18 ára Janya Williams var að vinna á hátíðinni á föstudaginn þegar hún sendi einum öryggisvarða hátíðarinnar skilaboð á samskiptaforritinu TextNow. Í skilaboðunum stóð: „Skotárás klukkan fjögur staðsetning Lollapalooza. Við erum með 150 skotmörk.“ Þessu greinir Chicago Tribune frá.

Starfsmaðurinn sem fékk skilaboðin lét yfirmenn sína vita sem létu lögreglu vita. Janya sagði starfsmanninum að hún hefði heyrt um hótunina frá systur sinni sem sagði að hún væri í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þegar starfsmaðurinn bað hana um að sýna sér bjó Janya til gervireikning á Facebook undir nafninu Ben Scott og bjó til færslu sem í stóð: „Risaskotárás á Lollapalooza Grant Park klukkan 6.“ Svo tók hún skjáskot af færslunni og sendi starfsmanninum.

Lögreglan rakti skilaboðin til reikningsins hennar Jönyu og tóku hana í yfirheyrslu á lögreglustöðinni. Það viðurkenndi hún að hún hefði sent skilaboðin vegna þess að hana hefði langað að fara fyrr heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps