fbpx
Fimmtudagur 19.júní 2025
Pressan

Einföld hjartarannsókn á eldra fólki getur leitt í ljós hvort það eigi á hættu að fá elliglöp

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einföld hjartarannsókna á eldra fólki getur spáð fyrir um hættuna á að það greinst með elliglöp á næstu tíu árum.

Vísindamenn komust að því að eldra fólk með afbrigðileika í efra hólfi hjartans var þriðjungi líklegra til að þróa elliglöp með sér og skipti þá engu þótt fólkið sýndi engin merki um hjartavandamál.

Daily Mail segir að þetta bendi til að einföld hjartarannsókn, myndataka, sem er venjulega notað fyrir hjartasjúklinga eða sjúklinga sem fá hjartaáfall geti hjálpað til við að finna það fólk sem er í mestri hættu á að fá elliglöp.

Vinstra efra hólf hjartans dælir súrefnisríku blóði til mikilvægra líffæra, þar á meðal heilans. Ef galli er í þessu hólfi getur dregið úr blóðflæði til heilans sem eykur líkurnar á elliglöpum.

Rúmlega 5.000 Bandaríkjamenn á áttræðisaldri tóku þátt í rannsókninni.

Rannsóknin hefur verið birt í Journal of the American Heart Association.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er mesti stuðdreparinn í svefnherberginu að mati beggja kynja

Þetta er mesti stuðdreparinn í svefnherberginu að mati beggja kynja
Pressan
Í gær

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leysti morðmál frá 1980 – Saklaus maður sat í fangelsi í 20 ár

Lögreglan leysti morðmál frá 1980 – Saklaus maður sat í fangelsi í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu hollt er að drekka vín daglega? – Sérfræðingar svara því

Hversu hollt er að drekka vín daglega? – Sérfræðingar svara því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér má ekki lengur viðra hundinn sinn

Hér má ekki lengur viðra hundinn sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var bandaríska varnarmálaráðuneytið hakkað? Eða eru Rússar komnir með yfirráð yfir Bandaríkjunum?

Var bandaríska varnarmálaráðuneytið hakkað? Eða eru Rússar komnir með yfirráð yfir Bandaríkjunum?