fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Pressan

Deilur um bílastæði enduðu með morði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 20:30

Stúlkurnar ætluðu að stinga af til Georgíu eftir morðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist stundum að fólk deili um bílastæði en sem betur fer er sjaldgæft að slíkar deilur endi með ofbeldi og hvað þá morði. En það gerðist á föstudaginn í Arizona í Bandaríkjunum. Þá drap 61 árs maður 63 ára mann eftir deilur um bílastæði.

Lögreglan í Mesa skýrði frá þessu. Í tilkynningu hennar segir að út frá myndbandsupptökum og frásögnum vitna liggi fyrir að Christopher Heimer, 63 ára, hafi verið ekinn niður af hinum 61 árs John Lagana þegar hann var á göngu á gangstétt.

Lagana ók drjúga vegalengd eftir gangstéttinni og eyðilagði meðal annars marga póstkassa áður en hann sneri við og ók yfir Heimer sem lá mikið slasaður á gangstéttinni.

Því næst steig Lagana út úr bíl sínum og traðkaði ítrekað á höfði Heimer. Þá dró vitni upp skotvopn og skaut fjölda skota í jörðina í kringum Lagana sem þorði þá ekki að leggja á flótta og var því enn á vettvangi þegar lögreglan kom.

Lagana var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann getur þó losnað úr því ef hann greiðir 2 milljónir dollara í tryggingu.

Talið er að til deilna hafi komið á milli Heimer og Lagana eftir að Heimer bannaði Lagana að leggja nærri heimili hans. New York Post segir að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem þeir deildu um bifreiðastæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir