fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Segir hann geta sjálfum sér kennt um stunguárásina

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 11:30

Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Íran sögðu að Salman Rushdie og stuðningsmönnum hans ber að kenna um stunguárásina sem særði rithöfundinn alvarlega í síðustu viku. „Við teljum að engum nema Rushdie og stuðningsmönnum hans sé hægt að kenna um eða fordæma fyrir árásina,“ sagði fulltrúi utanríkisráðuneytis Írans, Nasser Kanani. Hann talaði við blaðamenn í morgun.

Kanani bætti við að Rushdie hafi ýtt undir reiði og vanþóknun almennings með því að móðga heilög íslömsk gildi og særa blygðunarkennd eins og hálfs milljarðs múslima. „Enginn hefur rétt á því að kenna íslamska lýðveldinu Íran um eitt né neitt,“ sagði Kanani og þvertók fyrir það að yfirvöld í Teheran hafi haft tengingu við hinn 24 ára gamla árásarmann Hadi Matar.

Fulltrúinn sakaði einnig Vesturlönd, og þá sérstaklega Bandaríkin, um tvöfalt siðgæði í stuðningi þeirra á tjáningarfrelsi og sagði að árás Rushdie á íslömsk gildi sé ekki hægt að styðja með trúarlegum, siðferðis-, mennskum eða lagalegum sjónarmiðum.

Hinn 75 ára Rushdie varð fyrir árásinni þegar hann undirbjó sig fyrir að flytja fyrirlestur. Umboðsmaðurinn hans Andrew Wylie sagði að rithöfundurinn hafi hlotið alvarlega áverka en jafnframt að hann sé ekki lengur í öndunarvél og geti talað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri