fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Ráðgátan um „látinn“ kærasta Olivia Newton-John

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 05:57

Patrick McDermott og Olivia Newton-John. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndastjarnan Olivia Newton-John lést í síðustu viku af völdum brjóstakrabbameins. Hún var 73 ára. John Easterling, eiginmaður hennar, var við hlið hennar þegar hún lést. Þau höfðu verið gift síðan 2008 en fleira gerðist það ár sem tengdist Newton-John.

Það var nefnilega 2008 sem fyrrum unnusti hennar, Patrick McDermott, var opinberlega úrskurðaður látinn en hann hvarf á dularfullan hátt 2005 þegar þau voru par. En þrátt fyrir að hann hafi verið úrskurðaður látinn þá eru margir sem staðhæfa að hann sé á lífi.

Það var á hlýjum júnídegi 2005 sem McDermot fór í veiðiferð undan strönd San Pedro í Kaliforníu. Hann var 48 ára og starfaði sem kvikmyndatökumaður. Veiðiferðin átti að standa yfir í einn sólarhring og vonaðist hann til að koma aftur í land með góðan afla. Hann var ekki einn á ferð því í bátnum Freedom voru 22 veiðimenn til viðbótar.

En McDermott sneri aldrei aftur heim og enn þann dag í dag er það mikil ráðgáta hvað varð um hann.

Fannst ekki

Enginn af þeim 22, sem voru um borð í bátnum, sá McDermott fara frá borði eða detta útbyrðis. Enginn tók heldur eftir því hvort hann hvarf þegar báturinn var úti á opnu hafi.

Það jók enn á ráðgátuna  ekki var tilkynnt um hvarf hans fyrr en viku síðar, þegar hann mætti ekki til fjölskyldusamkomu.

Þegar þetta gerðist höfðu hann og Newton-John verið par í níu ár. Newton-John var í Ástralíu þegar þetta gerðist og því leið töluverður tími þar til hún áttaði sig á að unnusti hennar var horfinn.

Strandgæslan hóf leit á því svæði sem Freedom hafði verið á í þeirri von að finna lík McDermott, en án árangurs.

Á sama tíma byrjuðu lögreglumenn og fjölmiðlar að kafa ofan í fortíð hans og komust margir að þeirri niðurstöðu að hann hefði sviðsett eiginn dauða.

Dularfullir peningar

Í ljós kom að McDermott var mjög illa staddur fjárhagslega. Hann hafði orðið gjaldþrota 2000, hann skuldaði ýmsum lánadrottnum 31.000 dollara og hann hafði ekki greitt meðlag í óratíma.

Orðrómar fóru á kreik. Hafði hann sett dauða sinn á svið til að fá 100.000 dollara líftryggingu greidda?

Lögreglumenn komust að því að McDermott, sem var ættaður frá Kóreu, átti annað vegabréf með skírnarnafni sínu, Patrick Kim, og að hann hafði tekið allan sparnað sinn út af tveimur reikningum skömmu áður en hann hvarf.

Patrick McDermott og Olivia Newton-John. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir fjölmiðlar skýrðu frá því að hann væri á lífi og að hann hefði margoft sést á Baja-skaganum í norðvesturhluta Mexíkó.

En þrátt fyrir þetta var hann úrskurðaður látinn 2008 var sagður hafa drukknað.

Hann er á lífi!

2009 hóf einkaspæjari frá Texas rannsókn á máli McDermott. Eftir nokkurra vikna rannsókn, í febrúar 2009, fékk einkaspæjarinn fax frá aðila nákomnum McDermott.

Í því var skýrt frá því að hann væri á lífi og vildi bara fá að lifa í friði. „Pat gerði ekkert glæpsamlegt. Pat vill einfaldlega fá að lifa í friði,“ sagði meðal annars í faxinu og tekið var fram að hann hefði það gott, bæði andlega og líkamlega.

2010 bárust fréttir um að hann hefði ekki drukknað og að hann héldi sig í Mexíkó. Í apríl 2010 komust nokkrir einkaspæjarar að þessari sömu niðurstöðu.

Þeir sáu að margar af þeim heimsóknum sem voru á heimasíðuna findpatrickmcdermott.com voru frá sömu IP-tölunni. Hún var í Mexíkó og beindi einkaspæjurunum því þangað. Þeir urðu sér úti um „skjöl“ og „hljóðupptökur“ sem sönnuðu „án nokkurs vafa að McDermott væri á lífi“ sögðu þeir.

Þýskur hreimur

Vikublaðið Woman‘s Day komst að sömu niðurstöðu þegar blaðamenn þess rannsökuðu málið 2016.

Blaðið sagði að nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem staðfestu að McDermott væri á lífi og að hann hefði haldið sig í Baja í Mexíkó með þýskri kærustu sinni.

John Nazarinaeinkaspæjari, sagði að sögn blaðsins að orðrómar hefðu verið um að McDermott byggi með þýskri konu. Hann sagðist hafa talað við nokkra aðila sem sögðu að konan, sem McDermott, hafði sést með talaði með þýskum hreim.

Margir á svæðinu „staðfestu“ að McDermott byggi þar undir öðru nafni. Hann var sagður vera „einmana, rólegur maður sem drægi ekki mikla athygli að sér“.

Aðrir halda því staðfastlega fram að McDermott hafi drukknað í veiðiferðinni í júní 2005. Meðal þeirra er Yvette Nipar, fyrrum eiginkona hans og barnsmóðir.

Olivia Newton-John ræddi sjaldan um málið en hún sagði þó eitt sinn við fjölmiðla að hún „væri hissa“ og að það væri erfitt að syrgja einhvern sem hefði aldrei fundist. „Þetta var mjög erfitt. Hann hvarf á hafi úti og enginn veit hvað gerðist. Það er mannlegt að vera hissa en það eru hlutir í lífinu sem maður neyðist til að sætta sig við. Ég held áfram að lifa mínu lífi en auðvitað koma spurningar upp öðru hvoru,“ sagði hún 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu